Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 217
ÁRSSKÝRSLA 1999
221
fylgdarliði 30. apríl. Skýrði Helgi Hallvarðsson fv. skipherra þar frá þorskastríð-
unurn og þátttöku sinni í þeim. Þá kom forsetafrú Eistlands, Hanne Meri, og
föruneyti hennar í safnið 14. ágúst.
Samvinna er við Byggðasafn Hafnarfjarðar og eigendur hvalaskoðunarbátsins
Húna um kynningu og aðgangseyri.
Gengið var tryggilegar frá öryggismálum safnhússins, en þar bagar mjög
skortur á geymslum, einkum fyrir báta og stærri gripi.
Safnið fékk styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að láta skrá gainla árabáta,
rnæla þá og teikna. Agnar Jónsson skipasmíðameistari vann það verk. Mældi hann
brunaleifarnar afbátnum Felix, bátinn Flreggvið í Skógarnesi, Friðþjófí Miðhúsum
og Björgu á Stað á Reykjanesi vestra, og árabát á Ketu á Skaga. Þetta er einkum
heimildavarðveizla, en bátarnir eru svo illa farnir að þeir verða vart varðveittir.
Um veturinn voru haldin erindi mánaðarlega í safninu á vegum þess og
Rannsóknarstofnunar í sjávarútvegsfræðum, urn ýmis efni sem tengjast sjósókn
og sjávarútvegi. Sá Jón Þ. Þór sagnfræðingur um þau og veitti Búnaðarbanki Is-
lands styrk til þeirra. Aðsókn var ágæt. Þá á Jón Þ. Þór aðild fýrir safnsins hönd
að hópi norrænna fornleifa- og sagnfræðinga urn rannsóknir á verstöðvum á
Norðurlöndunum.
1. des. var minnzt slyssins á Dýrafirði 10. okt. 1899, er menn fórust við að
reyna að taka brezkan lndhelgisbijót. Var Meira-Garðsbáturinn („Landhelgisbát-
urinn“) kynntur sérstaklega þá og ljósmyndir sýndar sem landhelgismálum
tengjast. Ymiss konar aðrir atburðir voru á vegurn safnsins, svo sem sýning um
fiskinn í list Sveins Björnssonar, í samvinnu við Sveinssafn.
Ragnar Jakobsson í Bolungavík hélt áfram viðgerð á sexæringnunr Ogra og
lauk að mestu að gera við skrokkinn en eftir eru farviðir og segl.Veitti Sjávarút-
vegsráðuneytið styrk til þessa.
Nesstofusafn
954 gestir komu í safnið og fækkaði nokkuð, en það var opið reglulega yfir
sumarið og aðra tíma ársins eftir samkomulagi.
Meðal nýfenginna gripa má nefna skoðtinarstól og smásjá frá Krabbameinsfé-
laginu, tæki og áhöld frá Almannavörnum, tæki úr eigu Bergsveins Olafssonar
augnlæknis, augnskmðaráhöld frá Landakotsspítala, mergstungunálar frá Landsspítal-
anum, áhöld úr eigu Kristjönu Helgadóttur barnalæknis og kistil, sem smíðaður
var afsjúklingi á Holdsveikraspítalanum í Laugarnesi árið 1934.
Safnið fékk styrk frá Menntamálaráðuneytinu til skráningar. Er búið að skrá
allt sem borizt hafði fyrir 1. maí 1999, alls 5.340 nr., sem færð voru yfir í Sarp.
Safnið setti upp og lánaði muni á sýningu i Þjóðarbókhlöðu vegna 40 ára af-
mælis rannsóknardeildar Landsspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði. Það lán-
aði muni á sýningu í Landsspítala vegna 50 ára afmælis Kvennadeildar spítalans
og gripi vegna kvikmyndartöku. Þá lánaði safnið myndir vegna kynninga, meðal
annars á almanak fyrirtækisins Thorarensen Lyf ehf.