Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 122
126
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Líklegt er að þessi tvenn göng séu frá framkvæmdum Arcturus-
manna enda eru þau í samræmi við lýsingu Tryggva Einarssonar. Hann
segir að Þjóðverjarnir hafi grafið inn í jarðlögin og látið vatnið renna
út enda hafi þeim gengið betur en fyrirrennurum sínum.41 Eins og áð-
ur sagði fundu gullleitarmenn op þriðju ganganna nokkur sunnar og
ofar í hlíðinni. Það eru líklega göngin frá 1913-14, grafin beint ofan í
bergið og opið klætt með timbri. Eins og áður sagði þá er heildar-
lengd námaganganna nokkuð á reiki. Morgunblaðið segir göng Arctur-
usfélagsins hafa verið 60 m á lengd. Steingrímur J. Þorsteinsson segir
göngin hafa verið urn 150 m ogValgerður Benediktsson segir þau 200
m. Ekkert hefur fundist sem staðfestir neina af þessum fullyrðingum.
Ljóst er hins vegar af þeim göngum sem fundist hafa að rannsóknar-
göngin hafi verið hér og þar í hlíðinni, grafin þar sem gullæðarnar
fundust og síðan hætt þegar komið var að enda þeirra því að allar æð-
arnar eru stuttar og dreifðar um svæðið. Þegar talað er um tuga eða
jafnvel hundruða metra löng göng hlýtur því að vera átt við saman-
lagða lengd ganganna. Mat heimildarnranna á lengd ganganna er hins
vegar svo mismunandi að það er augljóslega byggt á sögusögnum og
verður því ekkert fullyrt um raunverulegt umfang framkvæmdanna
fyrr en gögn frá námufélögunum koma í leitirnar hvar svo sem þau
eru niðurkomin.
Greinarhöfundur mældi göngin sumarið 1998 ásamt Hallgerði
Gísladóttur deildarstjóra á Þjóðminjasafni. Hagþenkir veitti höfundi
styrk til að ljúka rannsókninni. Helgi M. Sigurðsson, safnvörður á
Arbæjarsafni og Hjalti Franzson jarðfræðingur fá einnig þakkir fyrir
veitta aðstoð.
Tilvísanir
1 Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson. Ævisaga II (Reykjavík, 1999), bls. 47.
2 Steingrímur J. Þorsteinsson, Einar Benediktsson. Æviþœttir (Reykjavík, 1952), bls. 700-
701.
3 Tryggvi Einarsson, / veiðihug (Reykjavík, 1978), bls. 69-70.
4 Þjóðskjalasafn Islands. Gullbringu- og Kjósarsýsla.VII B.l.
5 Sama heimild.
6 Steingrímur J. Þorsteinsson, Einar Benediktsson. Æviþættir, bls. 701-702.
7 Guðjón Friðriksson, Einar Benediktsson, II bls. 65-67.
8 Ingólfur 2. tbl. 1909, bls. 7. Eggert Þór Bernharðsson skrifaði um Málm ogVatnsmýrar-
ævintýrið i „Gullæðið í Reykjavík”. Sagnir Tímarit um söguleg efni. 5. árg. 1984, bls.
108-116.