Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 223
ARSSKYRSLA 1999
227
Um 100 gripir bárust safninu á árinu. Merkastan má telja skautbúning Sigur-
laugar Gunnarsdóttur í Asi, er hún saumaði á árunum 1864-1865 eftir fyrirsögn
Sigurðar málara Guðmundssonar, fylgir sprotabelti eftir Sigurð Vigfússon gull-
smið og fornfræðing. Þetta var afhent við hátíðarathöfn 19. júlí, er 130 ár voru
liðin frá stofnun fyrstu kvennasamtaka í Skagafirði, Kvenfélags Rípurhrepps,
1869. Afhenti Sigurlaug Guðmundsdóttir búninginn, en Sigurlaug í Asi var
langalangamma hennar og hefur búningurinn ævinlega fylgt nafni. Klæddust 32
konur þjóðbúningum við athöfnina í safninu, sem var fjölmenn. - Þá barst safn-
inu skattlwl frá fyrra hluta 19. aldar og útskorinn og skrautmálaður kistill frá
1782, eftir Jón Hallgrímsson.
Vegna fyrrgreindra tímamóta í sögu skagfirzkra kvenna efndi safnið til könn-
unar á högum kvenfélaga í landinu og sendi spurningaskrá út um það efni. 53
félög svöruðu, og nokkur kvenfélög styrktu safnið til að búa um búning Sigur-
laugar í Asi til sýningar.
Safnið stóð að skráningu fornleifa á Hólum og Hofi í Hjaltadal og vegna urn-
hverfismats fýrirhugaðrar Villinganesvirkjunar í Austurdal. Þá voru skráðar torf-
hleðslur í Skagafirði, gerð þeirra og handverki lýst.
Heyskapur og handverkssýning voru að venju i safninu aðra helgina í júlí.
Safnið á stöðugt samstarf ásamt Vesturfarasetrinu á Hofsósi við New-Iceland
Heritage Museum í Gintli um vesturheimsferðir og afkomendur vesturfara.
Safnstjóri dvaldist þar vestra i janúar og febrúar og skráði íslenzka muni er land-
nernar höfðu nteð sér vestur og eru i safninu, hafði einnig samband við önnur
söfn og eigendur gripa í sama tilgangi.
Aformað er að safnið taki að sér umsjón með bæjardyrunum fornu á Reyn-
istað, sem byggðar voru á árunum 1758-1759 (sjá um þær grein Harðar Agústs-
sonar í Minjum og menntum). Þjóðminjasafnið gerði santning við bændur á
Reynistað um vernd bæjardyranna, er áformað að setja þær niður nærri því sem
þær stóðu fýrrum, hluti gamla bæjarins. Ekki er þó unnt að setja þær í sama far,
því að þar reyndist kirkjugarður vera undir er grafið skyldi fýrir undirstöðum.
Menntamálaráðuneytið veitti góðan fjárstyrk til flutnings og viðgerðar. Er ætlun
að í bæjardyrunum verði kynningarsýning um sögu Reynistaðar og ábúendur þar.
Hafizt var handa við viðgerðir á baðstofunni í Glaumbæ og ráðgert að ljúka
þeim vorið 2000.Var ntikill fúi í grind og þiljum. Þarf senn að leggja í allsherjar-
viðgerð bæjarins, en með vissu millibili þarf ávallt að framkvæma stórviðgerðir á
göinlu bæjunum.Trésmiðjan Borg sér um trésmíði en Helgi Sigurðsson á Stóru-
Okrum annast torfverk.
Síldarminjasafnið á Siglufirði
í safnið komu um 5.200 gestir, þar af 900 erlendir.
Bræðsluminjahúsið “Grána” var byggt á árinu og lokið að utan, þar verða
sýndar hlutir tengdir síldarbræðslu.Var sótt mikið af tækjum til Hjalteyrar, meðal
annars stór síldarpressa. Fengust nokkrir styrkir til byggingar hússins.