Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 152
156
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
8. Skápur eftir Jörg Syrlin,frá um 1465, safnið
í Ulm.
á 1. öld e.Kr., en K. Schneider bendir
á að elstu rúnirnar séu frá því um
Kristburð. Saini höfúndur hyggur
uppruna þeirra vera í hinum suður-
evrópska menningarheimi. Þekkt er
rúnaletrið undir nafninu fuþark eftir
hljóðgildi sex fyrstu táknanna. Eins og
fram hefur kontið bera rúnirnar sér-
stök heiti og hafa ýmsir málfræðingar
fengist við að varpa ljósi á þau. Það
skal að lokum viðurkennt að sumt af því sem hér er sagt um rúnir er
ekki hafið yfir allan vafa.
Oráðlegt virðist að binda hugmyndir sínar um hin fornu öndvegi
höfðingja við háa hornstólpa í sæti, háar öndvegissúlur. Hin svonefndu
hásæti fornmanna hafa án efa getað verið sama útlits og öndvegin, þegar
átt er við sæti. A bls. 100 í Arbók 1993 minnist ég á atburð þann í Ossa-
bæ sem um getur í Njálu, er Flosi Þórðarson kastaði þar í pall undan sér
hásæti þegar hann er gestur Hildigunnar. Þetta húsgagn frásagnarinnar
mun áreiðanlega ekki hafa verið með mjög háum stólpum. Má marka
það af orðalaginu. Er líklegt að sá sem smíðaði Grundarstóla hafi haft sér
að fyrirmynd öndvegi eða hásæti sem gerð voru með lágu sniði.
Stóll Ara Jónssonar, nú í eigu Þjóðminjasafns Dana, var meðal minja á
sýningunni „Kirkja og kirkjuskrúð“ í Þjóðnrinjasafni Islands árið 1997.
Fór vel á því, enda þótt innihald skurðverksins í Grundarstólunum sé
ekki kirkjulegt nema að nokkru leyti. En kristin kirkja veitti viðtöku
ýmsum heiðnum, germönskum efnum í skrautlist sinni, ber mjög á því í
norskri menningararfleifð, og má okkur vera kunnugt um það.
Kátlegar myndir, gamanmyndir, af því tagi sem kallast á frönsku máli
drðleries hafa átt vinsældum að fagna í listum um aldabil. Mikið fer fyrir
þeim í gotneska stílnum.Talið hefur verið að gamanmyndir fari að tíðk-
ast í franskri listhefð með Jean Pucelle. Hann var uppi á 14. öld. Flokka
má sitthvað i skreytingu Grundarstóla til gamanmynda, svo sem myndar-
krílið hægra megin skráargatsins í Rafnsstól, manninn milli stóru blað-
anna efst á hægra framstólpa í stól Ara, manninn með hörpuna andspænis
og sækonuna á sama stól. Um Pucelle og franskar gamanmyndir má t.d.
lesa í bók Andrew Martindales, Gothic Art. Almenn umfjöllun um þessa