Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 38
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
31. mynd.Anna. tnóðir Marín tneyjar, með
Maríu og Jesúbarninu. Eklei er vitað iir
hvaða kirkju þessi mynd er. Ur cik, um 60
cm á hæð. Maríumyndin litla er heilskorin,
en Antta er mcð liolu baki og mcð járnkrók
til að festa hatia við vegg. 15. öld? (Þjnis.
2027. Ljósm.Ivar Brynjólfsson.)
og síðan festar í skápinn. Aðal-
myndin (mjög oft krossfestingar-
mynd) var í miðreitnum, og í
vængjunum margir smærri reitir
fyrir styttur. A bakhlið vængjanna
voru málverk, sem söfnuðurinn
hafði fyrir augunum þegar taflan
var lokuð. Myndefnið í málverk-
unum voru dýrlingar eða atburðir
úr biblíunni. Altarisbríkur voru
framleiddar og fluttar út alveg
fram að siðaskiptum. Oftast var smíðaviðurinn eik, en þegar menn rekast
stöku sinnum á styttur úr furu eða birki, gæti það bent til innlendrar
smíði.
Ekki eru margar heilar altarisbríkur varðveittar á Islandi, en þær eru
mjög vandaðar. Dómkirkjurnar báðar eignuðust sérlega stórar og verð-
mætar altarisbríkur á síðmiðöldum. Hólabríkin er varðveitt og hefur
nýlega verið gert við hana. En Skálholtsbríkin, sem hlýtur að hafa verið
að minnsta kosti jafnglæsileg, hlaut raunaleg örlög í upphafi 19. aldar. Fá-
ein líkneski eru eftir af þessu mikla verki, sem áður var nefnt „sú stóra
forgyllta brík af logagylltu bildhuggerarbeide, hvörs maki óvíða mun finn-
ast“. Kristján Eldjárn hefur ritað ítarlega um hrakleg örlög bríkarinnar.71
Eftir því sem næst verður komist, eru nú ekki til neinar lýsingar á því
hvaða myndir voru á altarisbríkinni frá Skálhold. Aðeins þijár styttur hafa
varðveist. Best farin er mynd af manni í síðri kápu og með vefjarhött á
höfði. Hann heldur á litlu lambi, en búningur hans bendir til að hann sé
ekki Jóhannes skírari. Hinar tvær stytturnar sýna kvendýrlinga.72 Allar hafa
misst upphaflega málningu og gyllingu. Athygli vekur andlitssvipur karl-
mannsins og konunnar sem minna er sködduð, finlegur og íhugull.
Altarisbríkin í Hóladómkirkju er frá tímum Jóns biskups Arasonar og
er hún stærsta altarisbrík sem varðveitt er á Islandi (32.-33. mynd).73 Hún