Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 141
NÁNARI SKÝRINGAR UM GRUNDARSTÓLA
145
hægra framstólpa ofanverðum í stól Rafns lögmanns sverji sig í ætt við
stíl endurreisnaraldar. Blöðin þarna, sem mynda einfalda, lóðrétta röð og
skarast, eru oddlaga og oddar látnir vita upp. Fleira virðist henni í sama
flokki. A útskornum íslenskum hornum frá síðmiðöldum, merktum hag-
leiksmanni að nafni Brynjúlfur, kemur fram sambland miðaldastíls og
endurreisnarstíls. Varla virðist mér nein goðgá að bera Grundarstólana
saman við .evrópsk húsgögn og byggingar frá tímum endurreisnarinnar.
Vekur einkum til slíkra hugleiðinga hið merka hlutverk sem ferhyrnd
form eru látin gegna á stólunum. Þá má telja andlitsmyndirnar, en í þeirri
grein kunnu endurreisnarmenn vel til verka. Ekki verður annað sagt en
myndir og skreyti hlýði dyggilega grunni sínum. Líkist útskurðurinn að
vissu leyti þéttriðinni heild. I þessu sambandi er rétt að víkja að all sér-
kennilegum skáp frá Schwaben á safninu í Ulm. Er hann smíðaður um
1465, með skreyti í síðgotneskum stíl, og er verk Jörg Syrlins eldra (Sbr.
Knaurs Stilkunde, I. b., bls. 259). Einnig má geta Farnese-hallar í Róm, frá
fyrra hluta 16. aldar eftir da Sangallo og Michaelangelo. I húsgagninu í
Ulm fara saman kringlur og láréttar línur, en jafnvægið og rósemin sem
einkenna Farnese-höll hafa sérstakt aðdráttarafl.
Gerð fangamarks Ara á framhlið stólsins í Danmörku, latneski upp-
hafsstafurinn A og rúnin ýr, \, virðist að vissu leyti eiga rætur sínar í al-
þjóðlegum jarðvegi. Það er sagt um Ara Jónsson að hann hafi verið „vel
að sér í latínu.“ [Saga Isletidinga, P.E.Olason, 4.b., bls 103). Um leið má
inna sig eftir hvort fangamarkið á stól Rafns lögnranns, RB, kunni að
styðjast við upphafsstafi í handritum. Má hafa hliðsjón af hinum fræga
upphafsstaf R í tólftu aldar handriti í Dijon. (Early Medieval Art, John
Beckwith, bls. 192). Það hefur verið rakið til tímanna er fóru á undan
Karlungaöld að gerðir voru bókstafir úr mannslíkömum, en slik stafagerð
er annars runnin upp í býsanskri list. Samlögun skurðatriða á stólunum
frá Grund tengist ef til vill fatatísku 16. aldar, eða svo er áhorfanda gjarnt
að halda þegar hann virðir þarna fyrir sér bönd og kringlulaga atriði.
Eiga borðarnir á Grundarstólum hugsanlega eitthvað skylt við spænska
hirðtísku þessa tímabils. Islenskar konur hafa borið kringlur við viðhafn-
arbúning sinn samkvæmt lýsingu í handritinu AM 345 fol., lýsing þessi
frá um 1600.
Stundum virðist þannig haga í útskurðinum að fleiri en ein merking
eigi við eitt og sama atriði. 1 franskri bókmenntasögu er stuðst við orðið
polysémie um slíkt, og nrætti þýða það með fjölræðni. Þekkjum við þess
háttar vel af frásögn Snorra Sturlusonar í Gylfaginningu, þegar Gangleri
talar við Há, Jafnhá og Þriða, en ráða má af nöfnum textans að allar