Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þó að líta megi á Grundarstólana sem alþýðulist, bera þeir með sér að
vera skornir af manni með mikla kunnáttu og reynslu. Skurðurinn er lifandi
og laus við þann hnignunarblæ sem búast hefði mátt við. Þetta sýnir að
hægt er að vinna í fornum stíl án þess að verkið sé endilega verra fyrir það.
A stólunum eru dæmi um þær fjórar útskurðargerðir sem nefndar
voru í upphafi (sjá bls. 00 að framan). Það er ristar myndir, upphleyptan
skurð, heilskornar myndir (efst á stuðlunum) og einnig gagnskorið verk
(á bakfjölunum tveimur, 21. mynd).
Heilskorim myndirnar setja mikinn svip á stólana, enda mun stærri en
upphleyptu myndirnar. Alls eru þetta sex gapandi drekahöfuð með mikl-
um tanngörðum. Mestallur útskurðurinn er lágt upphleyptur. Sömu atriðin
koma fyrir á báðum stólunum, og varla leikur nokkur vafi á að þeir eru
eftir sama inyndskera. Hann raðar myndefni sínu fimlega og útfærir það
af mikilli hugkvæmni. Myndir segja meira en mörg orð (21. og 22.
mynd) og hér skal aðeins minnst á nokkur atriði. Ymsar bandfléttur eru
notaðar og víða eru jurtateinungar með grönnum, sléttum stilkum og
litlum flipóttum blöðum. Meðal blaðanna má hér og þar sjá lítið þrískipt
blað með stórum ávölum miðflipa og mjóum hvössum hliðarflipum, sem
einkennir skrautverk í „íslenskum stíl“, og því má segja að á Grundar-
stólunum séu leifar af þessari skrautgerð. Drekar lifa í teinungunum
ásamt öðrum kynjadýrum og lúðurþeyturum. Einnig sjást teinungar úr
flötum bandlaga stönglum með tiltölulega stórum blöðum. A báðum
stólum eru flatir hringar líkir böndum og mannamyndir inni í þeim, en
myndefnið í hringunum mjög ólíkt.
Höfuðin á bakrimunum á „stól B“ eru hátt upphleypt. I miðið er bisk-
upshöfuð, hægra megin við það konungshöfuð og þá liklega Kristshöfuð,
en ekki ljóst hvað hin höfuðin tvö tákna.4y
Rist myndefni eru sérstaklega áberandi á miðfjölum framhliðarinnar á
báðum stólum. Þetta eru teinungabútar, stönglar sem bylgjast og enda í
blöðum, blómum og öxum.Tvennt er órómanskt í skrautinu, fln og smá-
gerð atriði í upphleypta skurðinum og teinungarnir sem ristir eru. Þeir
síðarnefndu gætu vel átt heima í gotnesku skreyti. Liljan, tákn Maríu
meyjar, í nokkrum boðunarmyndum í Islensku teiknibókinni (AM 673 a
III 4to) stendur nærri teinungunum „innskornu“ á Grundarstólum.50
Lítill útskurður er á hliðunr, baki og á sætisfjölum. Hann er ristur í
tréð með innskornuin línum og þar eru líka raðir af litlum skorurn. Ekki
má heldur gleyma að ristar línur, dældir og skorur eru miklvægar í með-
höndlun yfirborðs allra myndefna, bæði hringskorinna og upphleyptra.
Má glöggt sjá þetta efsmáatriði í skreyti Grundarstóla eru skoðuð.