Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Page 181
KRISTJÁN AHRONSON
„HAMARINN“ FRÁ FOSSI
KRISTINN NORRÆNN KROSS
MEÐ KELTNESKUM SVIP
„Víða á Norðurlöndum hafa fundist litlir málmhlutir í hamarsmynd, ætl-
aðir til að bera þá um hálsinn. Þessir smáhlutir eru ýmist úr járni eða
silfri, sumir einfaldir að gerð, aðrir mjög vandaðir og stundum með víra-
virki. Þessir hlutir eru kallaðir Þórshamrar á máli fornleifafræðinga, og
það er full ástæða til að halda að það sé réttnefni, þetta séu í raun og veru
verndargripir manna sem trúðu á guðinn Þór og helguðu sig honum
með hamarstákni. .. .silfurkross.. .fannst á Fossi í Hrunamannahreppi
(Þjms. 6077). Á lengstu álmu hans er fagurlega skapað dýrshöfuð og gat í
gegn innan tanna þess, en hinar álmurnar þrjár enda allar á samskonar
kringlóttum hnúðum. Ekki er ástæða til að amast við þeirri skýringu að
þessi einstæði gripur sé heillatákn. Heldur virðist þó langsótt að telja
hann með Þórshömrum, eins og hefur verið gert, því að hann er að
mörgu leyti mjög frábrúgðinn þeim verndargripum sem svo kallast og
áður var lýst. Silfurhluturinn frá Fossi er mjög ákveðið krosslaga og sýni-
lega ætlaður til að vera borinn í festi um hálsinn. Nærtæk skýring virðist
vera að hann kunni einfaldlega að vera hin kristni kross, borinn til
verndar eiganda sínum eins og Þórshamrarnir að sínu leyti.“1
I þessari grein ætla ég að leiða frekari rök að skoðun Kristjáns Eldjárns
á „Fosshamrinum". Árið 1910 fannst „í moldarflagi skammt frá Fossi í
Hrunamhr.: þar hafði að sögn fundist öxi áður.“2
Ef krossinn er ffá níundu öld, eins og Gabriel Turville-Petre og Matthías
Þórðarson héldu,3 eða bara frá víkingaöld, kann það að varpa ljósi á kristin
keltnesk áhrif á menningu Islands á söguöld, áhrif sem trúlega má rekja til
þeirra mörgu landnámsmanna sem voru af blönduðu þjóðerni, keltnesk-
norrænir eða engilsaxnesk-norrænir frá Bretlandi, Irlandi og eyjunum