Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 140
144
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
2. mynd. lyldal-stóllinn norski.
Skylt er að veita því at-
hygli að norrænir kubbs-
tólar eru taldir hafa verið
notaðir til að geyma í fé-
mætustu munina á heimil-
um. (Sbr. grein eftir Teppo
Korhonen í Margrete 1,
Nordens Frue og Hus-
bond. 1996, bls. 147, og
umfjöllun í KLNM, 9. b.,
d. 504).Vaknar sú spurning
vissulega hvort hið þekkta
heiti reiðustóll hljóti ekki
að merkja stól sem nrenn
geyrndu í fé. (Sbr. „Stóll
Rafns Brandssonar,” Arbók
1980, bls. 98-99).
Víkjum aftur að Rómaveldi. Innan þess flokks rninja sem nefnast sig-
urbogar er skylt að telja boga sem reistir voru til minningar um dána.
Enn aðrir táknuðu svæðislega aðgreiningu. (Sjá Art and Architecture of
Spain, 1998, bls. 49)
A Grundarstólum eru látnir myndast lágir stallar, og það er ríkt auð-
kenni á hinu forna skrauti þeirra að einu atriði er brugðið yfir annað í sí-
fellu, þá markar þeim mjög svip að gerðar eru raðir oddlaga atriða, ekki
stórra, sem eiga við barrviðarköngla og akörn, jafnframt þessu sést gerður
laufviður. Telja verður stólana merka kynfrændur fornra stafkirkna og
helgiskrína og minnast má norskra miðaldastóla í rómönskum stíl. Loft-
skornar bakhliðarnar, með rimlunum fimm, ljá þeim harla sterkt yfir-
bragð. Hafa má til hliðsjónar í því efni Thule-stólinn, er fannst í Lundi,
gamla norska stóla og gamlar kórgrindur kirkna. I stofunni á bænurn
Reyðarfelli í Hálsasveit hefur staðið grindarskilrúm austan rnegin, eins og
í ljós kom í uppgrefti þar á vegum Þjóðminjasafnsins. Þessi stofa er frá
miðöldum, en Reyðarfell nrun fara í eyði árið 1503. Loftverk stólanna
má telja til hins rómanska stíls, og væri þó ekki óráðlegt að líta enn
lengra aftur, til eins fyrsta sigurs býsanskrar listar, kirkjunnar SanVitale í
Ravenna og súlnaraða hennar. E.M.Mageröy hefur virst sem blaðskraut á