Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 81
ÚTSKURÐUR OG LÍKNESKJUSMÍÐ ÚRTRÉ
85
Hægfara hnignun
19. öldin táknar endalok evrópskrar „alþýðulistar“. Jafnvel á íslandi var
hún nánast útdauð fyrir 1900. Mikið af hinni auðugu íslensku tréskurð-
arhefð hlýtur að teljast til alþýðulistar, og það má segja að hún sé komin
að leiðarlokum á þessari öld.
Það er ekki hægt að tala um skyndileg endalok útskurðar og líkn-
eskjusmíðar, fremur má segja að listinni hafi hnignað smátt og smátt.
Afram var eðlilegt að prýða nytjahluti með útskurði. En það varð algeng-
ara en áður að þetta væru verk venjulegra viðvaninga. Atvinnumönnum í
tréskerastétt fækkaði og prestar og aðrir embættismenn virðast hafa
rninni áhuga á tréskurði en áður var. Þetta gæti tengst því að barokk og
rókókkó voru farin úr tísku. A þeim stílskeiðum, sem eftir fýlgdu og
kennd eru við nýklassík, var lítið rúm fýrir tréskurðarlistina. M.a. á það
við um innréttingar í kirkjum, þannig að smiðir og snikkarar þeirra tíma
þurftu ekki að vera útskurðarmenn að sama skapi sem áður. Þetta hlaut
að leiða til þess að það dró úr hugkvæmni og fjölbreytni, og lengra varð
milli verulega góðra verka. Samt sem áður er íslenskur tréskurður enn
áhugaverður, ekki síst fyrir stílsögu, þróun myndefna og menningarsögu.
Nokkuð fastar hefðir ríktu um myndefni á mismunandi hlutum, en
myndefnið var að sumu leyti meðhöndlað öðru vísi en áður. Formin
urðu gjarnan stærri og grófari, og flatur upphleyptur skurður varð nánast
einráður. Heilskornar mannamyndir hljóta að hafa verið mjög sjaldgæfar.
Artal er á mjög mörgum gripanna. A trafakefli frá 1805 má sjá gamlan
kunningja, rómanskan jurtateinung af „vestfirsku gerðinni“,124 sem fyrst
sést á stól frá 17. öld (49.-50. mynd). Munurinn er aðallega að stóri kólf-
laga „ávöxturinn" skiptist í marga flipa. A trafakeflinu eru einnig önnur
fornleg myndefni, og beint liggur við að ætla að líkt hafi verið eftir eldra
verki vísvitandi. Hins vegar er handfangið, sem er í laginu eins og hönd,
óvenjulega „natúralistiskt“. Það eru meira að segja neglur á fmgrunum.
Jurtaskreytið var enn sem fýrr aðalatriðið í útskurðinum, og áletranir með
höfðaletri voru enn mikið notaðar. Rúmfjöl með ártalinu 1807 (72. mynd)
72. mynd. Rámjjöl, óvíst hvaðan. Úr furu, í 05 cm að lengd. Artalið i 807. Ein af mörgum
rámfjölum með miðkringlu og teinung meðfötum, breiðum stönghnn samhvcrft til beggja Idiða.
Ristar linur og skipaskurður prýða stöngla og blöð, en rendur í hringnum og við báða enda fal-
aritinar em gerðar með naglaskurði. (HMB E. 2389. Ljósm. Historisk museum, Bergen.)