Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1999, Blaðsíða 222
226
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Minjasafn Egils Ólafssonar
Forstöðumaður safnsins, Egill Olafsson, sem safnaði til þess í upphafi og annaðist það
alla tíð, en afhenti það fyrir nokkrum árum Vestur-Barðastrandarsýslu, lézt á árinu.
Ekki hafði verið ráðinn nýr forstöðumaður um áramót.
I safnið komu 4.111 gestir á árinu. Hafin var uppsetning muna í nýrri við-
byggingu safnsins og komið fýrir á efri hæð ýmsum kirkjugripum, hlutum frá
Sýslumannsembætti Barðastrandarsýslu og farskólum. Á neðri hæð eru hlutir frá
sjúkrahúsi Patreksfjarðar, símstöðinni á Patreksfirði og björgunartækjum, sem not-
uð voru við björgun skipveija af Dhoon 1947 og Sargon 1948 og víðfrægt varð.
Byggðasafn Vestfjarða
Gestafjöldi var um 6.000 í safnið og sýningar þess, en þær eru auk aðalsýningar í
Turnhúsinu í Neðstakaupstað, í Ósvör og í Viktoriuhúsi í Vigur og safnið leggur
til muni í bæinn á Hrafnseyri.
Safnið hefur reynt að tengjast atvinnulífi og ferðaþjónustu m.a. með saltfiskverk-
un og þátttöku í Swnarkvöldunum í Neðsta, sem er sagnfræðileg menningardagskrá.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
Jón Haukdal forstöðumaður lét af starfi 1. sept. og hafði ekki verið ráðið í stað
hans um áramót.
Skráðir safngestir voru 1.050 og að auki 2.101 nemandi skólabúðanna að
Reykjum.
Allmiklar endurbætur voru gerðar á þaki Ófeigsskála og aðalbyggingar, skipt
um járn, klæðningu og einangrun.
Pétur Jónsson sagnfræðingur var fenginn til að gera úttekt á safninu og starf-
semi þess, skilaði hann ýtarlegri skýrslu þar sem bent er á ýmsar leiðir til úrbóta í
sýningum og starfsemi safnsins allri, sem og kynningu. Er áformað að vinna eftir
henni að því leyti sem aðstæður leyfa.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi
I safnið komu um 900 gestir. Skólabörn úr héraðinu og annars staðar að koma
þangað reglulega og fá fræðslu um safnið.
Lokið var að skrá og flokka gripi frá Halldóru Bjarnadóttur.
Byggðasafn Skagfirðinga
Við safnið eru nú alls fjögur stöðugildi, miðað við ár. Alls komu um 23.000
gestir í safnið í Glaumbæ, þar af um 250 skólanemar, en um 22.800 á aðrar
sýningar safnsins, í Vesturfarasetrinu og í gamla pakkhúsinu á Hofsósi og á Hól-
um.
Safnið sá um gæzlu áVíðimýrarkirkju, en fastur vörður var nú ekki við kirkj-
una heldur farið frá Glaumbæ þegar um var beðið. Fækkaði gestum því um
meira en helming áVíðimýri, niður í 5.000. Finna þarf hér betra ráð til sýningar.