Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 5
77
sem akuryrkja eða kvikfjárrækt þar gefur af sér, þá
er ekki úr vegi, að vér stuttlega kynnum oss mál
þetta.
Hið fyrsta, sem til þess þarf, er, að almenningi
verði kunnugra en áður hefir verið um eðli, lífsferil og
háttu hinna laxkynjuðu fiska, og til þess vil eg reyna
að ryðja braut með ritgjörð þessari. Hún verður ekki
visindaleg, en mun taka það helzta fram, er nauðsyn
ber til, svo að almenningi verði kunnugra um þetta
efni en áður. í annan stað mun eg þar á eptir reyna
að lýsa fiskiræktinni eða þeirri íþrótt, sem nú er orð-
in almenn erlendis, að klekja út og ala upp fiska.
I.
Æfi hinna laxkynjuðu fiska.
Hinir laxkynjuðu fiskar eru taldir sem kynflokkur
fyrir sig, af því að þeir allir hafa mjög mikið sam-
eiginlegt bæði í sköpulagi öllu og lífernisháttum. Og
þó skiptast þeir aptur í margar tegundir. Eg skal
hér fara að eins stuttlega yfir, af því að eg hvorki er
fær um að tilnefna allar þær tegundir, sem kunna að
vera af þessum fiskum hér á landi, né heldur þarf
þessa við í þessari ritgjörð til þess, að tilgangi hennar
verði náð.
Sem laxkynjaða fiska, er ganga í og úr sjó, má
telja: laxinn (salmo salarj, og sjóbirting eða sjóreiður.
Af henni munu vera tvær tegundir, önnur líkust laxi af
öllum þess háttar fiskum, grá eða stálblá á bak-
inu fram á höfuð, silfuriit á hliðum og höfði, hvít
á kvið og smádröfnótt (salmo trutta). Hin teg-
undin er digrari í vexti og öll dökkleitari. Bakið
svartleitt eða dökt; á hliðunum er hún rauðbrún,
með mörgum brúnleitum blettum bæði fyrir ofan og