Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 92
Yfirlit yfir bókmentir íslendinga
á 19. öld.
Eptir Jónas stúdent Jónasson.
Svo sem flestum er kunnugt enduðu hinar fornu bók-
mentir vorar um lok 14. aldar, og litið sem ekkert
var ritað frá þeim tíma nema lítið eitt af annálum,
sögur biskupanna síðar meir, rímur og síðar meir sálm-
ar. Sagnalist þjóðarinnar sjálfrar var dáin út, en ekk-
ert var komið i staðinn nema rimnarusl og eitthvað
af guðfræðibókum, og það flest heldur léttvægt. Með
siðbótinni og prentun biflíunnar (1584) breiddust að
sönnu út réttari hugmyndir um trú og siðgæði, um
hið sanna og rétta, fagra og góða. En samt var al-
þýðleg mentun mjög ófullkomin og afskiptaleysið um
hana mjög ríkt, enda lögðust þá á eitt: stjórnarkúgun
og verzlunareinokun, sem þjökuðu landi voru, og harð-
indi og óáran, að drepa dug úr mönnum, þ>á er fáa
að finna, sem að kveður; þá er að sönnu uppi Guð-
brandur biskup þ>orláksson, Hallgrímur Pétursson,
Stefán Olafsson, Jón biskup Vídalin o. fl. (Arngrímur
Jónsson lærði reit fræðirit sín á latinu); en bæði voru
þeir fáir, ogflestir guðfræðingar, eða ritu i þá átt, og
höfðu því fábreytt áhrif. Samgönguleysið var svo mik-
ið, að fréttir og frásagnir komust eigi manna á meðal
hér innanlands fyr en mörgum mánuðum á eptir við-
burðunum, og því síður þá frá erlendum þjóðum. fað