Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 11
83
aptur allflestir eptir 8 vikna tíma, sem fullorðnir laxar,
er höfðu lagt til holda þeirra, er þeir áður höfðu, og
það svo drjúgum, að þeir við apturkomuna ógu frá
18 til 28 marka. Menn hafa þess og mörg dæmi, að
ungir laxar, sem hafa verið 4 eða 5 eða alt að því 7
þumlunga að lengd, og þá farið fyrstu ferð sína til
sjávar, eptir nokkurn tíma hafa komið aptur sem full-
orðnir. 5>annig fór t. a. m. slíkur laxungi á Englandi
til sjávar 24. maí, var veiddur aptur 7. júlí, og óg þá
fram undir 6 merkur, en annar sem eins stóð á, og
gekk til sjávar um sama mund, var kominn aptur 31.
júlí, veiddur þá og óg rúmar 17 merkur.
þ>essar tilraunir hafa verið gjörðar svo opt, að
það má álíta fullsannað, bæði að laxinn að jöfnuði ekki
sé lengur en þetta í sjó, og að hann þar leggi svo mjög
til holdanna, eins og vér höfum áður sagt frá.
Áður var það alment álit manna, að laxinn leit-
aði langt norður í höf, og dveldi þar alllanga stund.
Nú er eigi lengur nein ástæðatil þess að halda þetta,
enda þótt að svo sýnist opt, sem að lax í útgöngu leiti
fremur norður á við, en fyrir því er engin vissa. Á
hinu er enginn efi, að laxinn er svo stuttan tíma
í sjó, að engin veruleg ástæða er til þess að ætla,
að hann fari mjög langt. Hann mun öllu fremur halda
sig einhverstaðar meðfram ströndunum, í djúpum sæ,
þar sem hann finnur ríkulega fæðu af ýmsum smáfisk-
um, svo sem síld, hrognum og allrahanda smádýrum.
jþað ber mjög sjaldan við, að menn verði varir við lax,
þegar hann heldur sér til djúpanna, og kveður svo við,
að menn tæplega mundu vita til þess, að lax væri til,
ef menn ekki yrðu varir við hann í landsteinum eða
útgrynni nálægt löndum, og svo i vötnum. Laxinn er
ágætlega vel tentur, og hefir svo sterkt meltingarafl,
að það er mjög erfitt að fá nákvæma vissu um, hvað
hann hefir til fæðu.