Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 86
15«
henni er aptur mjórri pipa með litlu gati ofan á. Sé
nú verkfærið með neðra opinu látið ná niður í vatnið,
þar sem óhreinindin eðaleifarnar eru fyrir, og stutt á
efra gatið með þumalfingrinum, sogast óhreinindin upp,
og má þannig færa þau upp með vatni því, er áhaldið
geymir í sér. þ>ví meiri straumur, sem er á ungviðinu,
þess minni hætta er fyrir, að affall og óhreinindi verði
því til skaða.
Af þessu má sjá, að það ekki þarf að verða til
fyrirstöðu, að æti þurfi að vanta handa ungviðinu; en
haganlegast yrði, ef að í sambandi við útklak silunga
og laxa væri haft útklak af öðrum minni fiskum, svo
að ungviði þeirra mætti nota til fóðurs. Menn sjá opt
svo um, þar sem fiskiklak er, að það fari ekki fljótar
fram, en að fyrst komi til þess að þurfa að fæða fisk-
ana, þegar að sumarhlýja er komin og nægt æti af
smádýrum er fyrir. þ>etta hafa menn í hendi sér með
því að klekja fiskunum út við lítinn hita, og gefst það
ætíð betur.
þegar nú fiskarnir stækka og ekki geta lengur
rúmazt og þrifizt í útklakstilfæringunum sjálfum, verð-
ur að sjá þeim fyrir nýjum og rýmri samastað. Sé
útklakið við uppsprettu, gefur hún optast svo mikið
vatn, að bezt er að búa til smáfiskspollinn rétt við út-
klakshúsið, og má hann vera 2—21/.2 al. á dýpt neðst,
en efst nokkrir þumlungar, 2 ál. á breidd, og með
þessari breidd minst 7 ál. á lengd. þessu verður nú
samt að haga eptir því, hvernig á stendur á hverjum
stað, og eptir mergð fiskanna. Botninn á að vera
flatur, en þó gróf möl eða smásteinn, sem er troðinn
fast niður, áður en pollurinn er stýflaður, og þegar hann
er fyltur, verður að sjá um nægilegt og stöðugt af-
rennsli. J>að er gott að hafa í botninum hér og hvar
smáskúta af hellusteinum, sem fiskarnir geta leynt sér
í, og eins að hafa smáhellur eða kassa, mjög lága, til