Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 33
105
einu til tveggja ára, alt eptir því, hvernig á stendur.
fannig er næsta mjög mikið komið undir veðuráttunni,
og að vatnið, sem að laxungarnir halda til f, haíijafn-
an og þægilegan hita, t. a. m. 8—iogr. R. Á þann
hátt hafa þeir bæði meiri matarlyst og verður betra
af fæðunni, enda vaxa þeir þá fljótar.
Frjóvgað laxhrogn þarf til þess, að það getiklak-
izt út, ýmisleg lífsskilyrði, þar á meðal hreint og tært
vatn, sem inniheldur nægilegt lopt, og í annan stað,
tiltekinn hita, sem ekki má vera minni en 1—2°R.
Ef að nú gjörð er tilraun með frjóvguðum laxahrogn-
um, og þau eru sum látin í vatn með io°hita, en önn-
ur í vatn með 2° hita, öll hrognin frjóvguð á sama tíma,
eins að gæðum, sama vatn, bæði að vatns- og lopts-
efnum, og alt á sama hátt fyrir báðum nema hitinn,
þá klekjast eggin út fljótar í heita vatninu en því
kaldara. í heitara vatninu klekjast þau út á 40 til 50
dögum, í hinu á 150 til 160 dögum, og það getur
jafnvel verið, að unginn ekki komi út með svo litlum
en jöfnum hita. Unginn myndast af næringarefni því,
sem er í hrogninu ásamt hinum fyrsta vísi hans, og
þannig hefir þessi vísir í fyrra tilfellinu orðið lifandi
fiskur með því að geta á 1y2 mánuði tekið til sín og
lagt til líkama síns þau efni, sem að hinir, er voru í
meiri kulda, þurftu ferfalt lengri tíma til þess að neyta.
Hið sama hlýtur og að vera með hinn litla fiskunga,
að hann hlýtur að dafna fyr í hlýju vatni en í köldu,
og þess vegna mun það ekki fjarri lagi að ætla, að
á íslandi eins og í Noregi, þurfi alt að tveimur árum
til þess að laxungi verði fær um að fara til sjávar.
þ>ó þessu sé þannig varið, þá er þó kuldi og jafnvel
frost ekki því til fyrirstöðu, að laxa- eða silungshrogn
geti klakizt út, en þá þarf lengri tíma, og heldur ekki
mega hrognin verða þurfrosta. þ>annig má til færá
sem dæmi, að í Noregi hátt upp til fjalla, 3000 fet
Tímarit hins íslenzka bókmentafélags. II. 7