Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 80
152
gangandi mann, er gengur hægt, álitur Rasch og
Sandungen, að flytja megi hrognin í frjóvgunarkerinu,
og liggja þau þá í vatni því, sem blandað er með
svilamjólkinni. það er ekki ráðlegt að flytja þau þannig
á hesti, því þau þola illa allan hristing. Að flylja
þau á sleða eða sjóveg, er líkt og að gangandi mað-
ur beri þau.
þ>egar hrognin eru komin á móttökustaðinn, á
með hitamæli að bera saman hitann á flutningsílát-
inu og útklakstilfæringunum. Sé hann meiri í ílátinu,
á að vökva mosalagið ofan á, ef í mosa hefir, verið
flutt, hægt og hægt, svo að það, sem er í ílátinu, s.é
eptir i eða 2 tíma búið að fá jafnan hita og vatnið í
útklakstilfæringunum. þ>á er tekinn stampur fyltur til
hálfs (eða eptir sem þarf) með vatni úr útklakstilfær-
ingunum, og í hann látið það, sem er í flutningsílátinu.
Síðan er farið með hendinni hægt um mosann, og
sökkva þá eggin, en mosinn flýtur ofan á. jþegar öll
eggin eru losuð úr mosanum, veiðir maður hann ofan
af, hellir vatninu frá og flytur svo eggin yfir í útklaks-
kassann með litlum málþynnuspaða, sem göt eru á,
og breiðir þau svo út í útklakskassanum. Sé hitinn í
flutningsílátinu lítið minni en í vatninu, má strax taka
úr því og láta í vatnið
Stundum hafa eggin verið flutt í vel lokuðum
flöskum, eru þau þá látin í mosa deigan, og vel
þrýst saman. Einnig hafa þau verið flutt með pósti í
öskju með bómullu í. f egar menn fá flöskuna með
eggjunum í, eiga menn að taka umbúðirnar utan af
henni, og láta hana svo standa í útklakshúsinu til þess
hún nái sömu hlýju og í húsinu er. þ>ar á eptir er
flaskan látin í útklaksvatn, og þegar hitinn er orðinn
jafn í báðum, er hún opnuð, og úr henni látið hægt í
vatnið.
að má og flytja fiskana eptir að þeir hafa klak-