Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 42
svilfiskarnir þar á eptir létu svilunum, svo að vatnið
varð mjólkurhvítt þar í kring.
Hann tók eptir öllu þessu, og að fiskarnir þöktu
hrognin aptur, með því að renna sér aptur upp á móti
straumnum, að líkindum til þess að dylja hrognin fyrir
árásum annara dýra, og til þess að vatnið ekki bæri
hrognin burtu. Silungurinn reynir helzt að komast
hjá þessu, með þvi að gjóta hrognunum i smávíkum, sem
finnast við fljótsbakkana, og varð Remy þess þá vís-
ari, að mjög illa fór opt um hrognin, er þau stundum
urðu á þurru, þegar vatnslítið var í ánni, eða frusu,
þegar að frost gjörði.
Nú fór Remy að hugsa um, hvað hann ætti að
gjöra til þess að vernda hrognin fyrír öllum þessum ó-
förum. Honum kom þá fyrst til hugar að taka þau
burt frá gotstaðnum og koma þeim niður á öðrum
stöðum, er betur værutil þessa fallnir. Hann tók því
tréskrínur með mörgum boruðum götum, fylti þær með
hrognum, og lét þær síðan i læk eða hyl. En honum
tókst þetta ekki sökum ýmissa atvika, svo vel sem vera
skyldi, það fór þó svo vel, að hann ekki vildi hætta
við svo búið.
jpað kemur nú stundum fyrir, að hrognkornin ekki
strax frjóvgast af svilfiskinum, og að jafnvel nokkuð
getur liðið á milli þess að hrognunum er gotið, og
svilin lögð á þau; en hvernig átti nú Remy að fá vissu
um, að hrogn þau, er hann tók, væru frjóvguð eða
ekki, og því skyldi hann taka ófrjóvguð hrogn, sem
aldrei gátu orðið að fiskum?
. Remy vildi komast fyrir öll þessi vandræði, og
tók sig því til að taka vel eptir öllu, sem fram færi,
þá er hrognin yrði viðskila við fiskinn. Hann lagðist
í hið háa gras á lækjarbökkunum, tók vandlega eptir
öllum tilburðum hrygnunnar, þá er hún gróf niður í
mölina, og lét ekki nótt né nístandi fjallakulda í fyrstu