Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 19
91
voru nýrunnir. ý>ess skal getið, að þó að laxarnir
leggi af í fljótunum, minnkar hvorki fjör þeirra eða
styrkleiki. Aptur á hinn bóginn gæti það, að þeir
leggja af í fljótinu, þar sem þeir taka til sín minna af
fæðu en í sjónum, og þar sem líka er minna fyrir af
fæðu fyrir þá, verið ástæða til þess, að þeir eptir
nokkra viðdvöl í fljótinu leiti aptur til sjávar, oggangi
svo í annað sinn undir got-tímann. Sé það nú rétt, að
laxarnir gangi í fljótin sökum ofsælda, eða til þess að
halda eins konar föstu eptir sællífið í hafinu, þá leiðir
af því, að þeir ekki ávalt í sama mund verða ofholda,
að ganga þeirra í fljótin getur orðið fyr og síðar á
sumrinu, eða fyrir suma þeirra fyr, en suma síðar.
þ>að er samt ekki ætíð ein, heldur opt margar bæði
ólíkar og nátengdar ástæður, sem leiða til atburða
þeirra, sem fyrir oss verða, og þannig eru sjálfsagt
fleiri en eitt skilyrði fyrir því, að laxinn gangi, og
sjálfsagt fleira en stórstraumur, að leysingum sé að
mestu lokið, og nývetni komið í fljótin.
Áður hefi eg tekið fram, að laxinn muni eigi
ganga mjög langt út í höfin, þegar hann er í sjó,
og er mönnum mjög ókunnugt um dvöl hans þar, fyr
en hann fer að nálgast land og kemur upp á grunnið.
pá leitar hann eigi ávalt beinustu leið að fljóti sínu,
en fer áður opt langan veg meðfram ströndum, fylgir
víkum og vogum, og er þá opt hinn fjörugasti og
stekkur í lopt upp. Alt fyrir það heldur hann þó
ekki ætíð áfram með miklum flýti. þegar hann er
kominn að árósi sínum, dvelur hann opt nokkra stund
þar fyrirframan. Opt kemurþetta bersýnilega afþví,
að nægilegt vatn ekki er í ánum, en það getur líka
orsakazt af því, að honum þyki of fljótt að breyta til
um vatnið, og sé að venja sig við breytinguna á að
fara úr sjó í vatn. það gjörir og mikinn mun, hvort
að bjart er yfir eða ekki, hann gengur fúslegar í dimmu
6*