Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 35
ioý
á honum tiltölalega lengra millibil á milli broddsins á
ugganum yfir að gotrauf, ef hann er mældur með
kviðnum. Sporðurinn á laxunganum er talsvert sýldur
upp í miðjunni, og yztu lengstu uggabeinin á sporð-
inum eru að hálfu lengri en á silungsunga af sömu
stærð. Sporðbroddarnir sjálfir yzt eru á laxungunum
oddmyndaðri, en á silungsungum mikið bugaðir.
fegar laxunginn er orðinn 6 þumlungar á lengd
eptir eitt eða tvö ár, fer hann að skipta ham. Hinir
aflönga þverdílar hverfa, með því að hreistrið, sem
þekur þá, fær á innhliðinni silfurlit, og hylst þá hið
dimmleita hörund. í byrjuninni má sjá dílana í gegn-
um hreistrið, en eptir því sem það þykknar og þétt-
ist, hverfa þeir alveg. Ef á þeim er tekið, er hreystr-
ið laust fyrir og sjást þá dílarnir. Á silungsungunum
hverfa þverdilarnir á sama hátt, en fyr, eða að haust-
inu þegar þeir verða veturgamlir. Á hliðum þeirra
eru fleiri dropar eða dröfnur dökkleitar, og rauðar á
á milli. Sami mismunur á skrokkslöguninni helzt við,
en þó verður uggalengdin á laxungunum að tiltölu við
vöxt ávalt minni nú en áður, eptir því sem fiskurinn
dafnar. Höfuðið á laxunganum verður frammjórra en
á silungnum. Svartur kringlóttur díll á gelgjunni er
mjög skýrt myndaður á hinu silfurlita roði. Laxung-
inn er nú, að fráskildri stærð, hinum sterksýlda sporði,
og að svartir blettir ekki eru á síðunum, mjög líkur
laxinum, þegar hann í fyrsta sinn kemur aptur úr sjó.
Hann er þá heldur ekki nema tveimur eða þremur
mánuðum eldri, en hefir vaxið og fitnað.
Meðan laxungarnir eru í fljótinu, lifa þeir í byrj-
uninni af ýmsum smádýrategundum, sem vart sjást með
berum augum, eða ungviði ýmsra annara dýra, sem eru
í fljótunum, hýðisungum o. fl. Eptir að þeir eru
orðnir stærri, hefna þeir á ýmsum dýrum skaða þess,
er þau áður höfðu unnið á hrognunum, meðan þeir
7*