Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 88
i6o
og verða að bráð fyrir aðra fiska, og finna heldur ekki
eins mikla björg, því að slíkir straumar bera mikið
æti með sér i fljótin, og svo hafa þeir meira skýli, þar
sem grunt er og afdrepasamt. þ>að er ekki nóg að
klekja vel út fiski, þúsundum saman, ef hann ekki
getur notið þess að vera sjálfbjarga og frjáls. þegar
maðurinn sleppir hendi sinni af honum of fljótt, týnir
hann tölunni, og þá missist mikið af arði þeim, sem
annars var viss.
Eptir að búið er að lýsa eðli fiska þessara og
aðalatriðum fiskiræktarinnar, skal eg að lokum taka
fram, að það, sem í þessum efnum mest ríður á, er
þekking, eptirtekt, nákvæmni, og að finna ætíð það,
sem bezt á við. þekkingarinnar verða menn fyrst að
afla sér, og þá veitir hægra að haga svo öllu til, sem
að vera ber, og að vanrækja ekkert. En svo verður
líka uppskeran margföld, annars lítil eða engin.
þ»etta hafa dæmin sýnt í öðrum löndum. f>ar
hefir optlega komið fyrir, að stofnun á fiskiklaki ekki
hefir heppnazt sem skyldi, eða að uppskeran ekki
hefir samsvarað því, sem til var ætlazt. En það hefir
ætíð verið bót i máli, að menn síðar hafa getað rakið
orsakirnar og bætt úr þeim. J>arf því þetta alls ekki
að fæla menn frá að byrja fiskiklak, en getur verið
skörp áminning um að byrja ekki á stórkostlegu fyrir-
tæki nema alt sé rétt í garðinn búið. J>að er altann-
að mál með það, sem gjört er til reynslu, og sem ekki
heimtar mikil útlát, svo sem er um lítil fiskiklök. þ>að,
sem að menn einkum hafa brent sig á, er valið á hent-
ugum stað, að fiskunum hefir verið hleypt út of fljótt,
og loks að ýmsir smámunir hafa verið vanræktir. En
fiskiræktinni er nú komið í svo gott lag, að það er
skorti á þekkingu að kenna, eða því, að menn ekki
afla sér hennar, þegar eitthvað misheppnast.
Menn spyrja nú, ef til vill, hvað útklakstilfæring-