Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 74
146
leggja þau 20. part til þunga síns; eptir þrjá daga
fer vöxturinn á þunganum minnkandi, og verður loks
enginn, en þegar fiskurinn fer að myndast, þá léttast
þau. þ»ekki menn frjóvgunartíma eggjanna, má því
vega þau fyrstu dagana, og finna út, hve mörgþeirra
eru frjóvguð eða ófrjóvguð. Hið fyrsta og vissasta
merki frjóvgunarinnar er enn fremur samanburður á
stærð fitudropanna sín á milli, og hvernig þeir lagast
um frumblettinn eða fósturblettinn (Kimskiven); sumir
droparnir eru stærri, aðrir minni, ekki þétt saman sín
á milli, og hringur sá, sem þeir mynda um frumblett-
inn, stækkar smátt og smátt, gagnstætt því, sem er
við ófijóvguðu eggin, því þar dregst hann saman, egg-
ið hvítnar smátt og smátt, mygluskán kemur á það,
og er þá réttast að taka það burtu, og er áður sagt
frá, hvernig þau megi reyna með því að taka þau upp.
Eptir hálfan mánuð til þriggja vikna má sjá stærri
fitudropa hér og hvar undir yfirborðinu á hinu frjóvg-
aða eggi, og þá fer að sjást fósturrákin, eða fóstrið,
sem er farið að fá lögun, breitt í annan enda til höf-
uðsins, en mjórra oddmyndað til sporðsins. Rák þessi
er hvítleit, ef að egginu er haldið upp á móti dökku,
en dökkleit, ef henni er haldið gagnvart birtunni, eins
og gjört er við egg. Rákinni fer fram, og lengist
annar endinn, til þess að verða að sporðhlutanum, en
hinn, sem er spaðamyndaður, er hausinn, og má því
fljótt finna stað, þegar fer að móta fyrir augunum.
J>au sýna sig sem dökkir punktar, og er hægt að
greina þau frá öðru, með því að þau eru */3 hlutar
haussins að stærð. þ>á sjá menn í gegnum egghimn-
una eða skurminn hreifingu; það er eins og að fisk-
urinn brölti í kring í egginu, og breytist þá einkum
sporðhlutinn. Nú fer lausnarstundin að nálgast, hreif-
ingarnar veikja hinar þunnu himnur, verða sterkari,
og að lokum sprengist hýðið, sem hjá laxkynjuðum