Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 108
l8o
orkti og gamanleika að dæmi Holbergs og tókst það
vel. Mál hans er allgott, og mörg kvæði hans lipur
og hnittin. — pessi eru hin þijú skáld, sem undirbúa
endurreisn hinnar skáldlegu listar á meðal íslendinga;
hjá þeim sameinaðist skynsemisskáldskapur 18. aldar-
innar og áhrif hinna andlegu umbrota, sem ólguðu í
brjóstum manna rétt fyrir og um aldamótin, og benti
það á, að bráðum mundi breyting verða á hinum fögru
fræðum. En tíminn var enn eigi kominn, og hið
gamla og nýja hrærðist og brauzt um í brjóstum þeirra
hvað innan um annað eins og hrannir í lopti, en hvor-
ugt gat fengið yfirhönd. En bráðum átti að rjúka á
burtu til fulls hin dökka þoka liðinna alda og nýtt
tfmabil að renna upp, fegra, en nokkurn hafði áður
grunað, þar sem „tvíburar“ (Díoskúrar) vorrar aldar,
Bjarni og Jónas komu fram.
Bjarni Thórarensen1 er sú hetja, sem breytir öll-
um skáldskaparanda vorum. Hann er eflaust með hin-
um fremstu af skáldum vorum, hvað snertir „lyriska“
fegurð, hugsunaraflið er lifandi og eldfjörugt, kraptur-
inn og þrekið óbilandi og hugsunin víða óviðjafnanlega
fögur. Hann fer, ef svo mætti að orði kveða, í hamför-
um, ólmur og óviðráðanlegur, sækir altaf lengra og lengra,
hraðara og flugmeira, en kollhleypur sig aldrei og
kemst aldrei í bága við sjálfan sig, en hugsunin held-
ur áfram jafnóbifanleg, sterk og stöðug til enda. Öll
1) Bjarni Thórarensen var fæddur 30. des. 1786, og lærði
hjú síra þorvaldi Böðvarssyni. Hann kom á háskólann
1803, og nam lögfræði, og tók próf 1806 með lofseinkunn.
1811 varð hann assessor í landsyfirréttinum í Evík, og 1820
sýslumaður í Amessýslu, og aptur assessor 1822. 1833 varð
hann amtmaður í norður- og austurumdæminu. Hann var
stofnandi »fjallvegafélagsins«. Hann dó að Möðruvöllum í
Hörgárdal 24. ágúst 1841. (»Ljóðmæli« hans eru gefin út í
Höfn 1847. — Ritgjörð um hann er eptir Dr. Grím Thomsen
í »Gæa« 1845).