Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 46
ti8
um, en að Jacobi hefði fyrstur manna fundið list þessa
hundrað árum fyr.
Að lokum lýsti hann yfir því í skýrslu sinni, að
uppgötvun þessi væri mikils verð fyrir land og lýð,
og að landstjórnin ætti að taka mál þetta í hönd sér.
Stjórnin í Frakklandi varð eigi sein til taks, að
launa fund þennan. Remy fékk að varðlaunum tóbaks-
búð1 í Strasbourg, og 1050 krónur um árið, en Gehin
aðra tóbaksbúð á sama stað og 350 krónur um árið,
svo og ferðapeninga til að fara um landið, og var hon-
um árið 1851 skipað að vera á ferðum um alt land-
ið, og kynna mönnum aðferðina, og bar það góðan
ávöxt.
Kennari nokkur við College de France Coste
kemur þar næst til sögunnar, og ávann hann við hina
frönsku stjórn, að við Hiiningen í Elsass væri bygð
fyrirmyndarstofnun til þess að frjóvga hrogn og ala
upp fiska. Eg mun síðar gefa mönnum nokkra hug-
mynd um fiskirækt þá, sem þar er höfð, og Coste
sjálfur lagði sig manna mest fram til að koma hinni
nýju uppgötvun upp bæði í vísindalegu og verklegu
tilliti. Fyrir það sem og forstöðu sína við að koma
upp ostrurækt á Frakklandi hefir hann orðið nafnfræg-
ur maður.
Fyrir rúmri öld fann hinn þýzki maður Jacobi
uppgötvun þá, er hér er ritað um, og það svo vel,
að grundvöllur allur fyrir aðferðinni er hinn sami.
J>essu var ekki gaumur gefinn og féll í gleymsku.
Enskir fræðimenn Shaw og Boccius fundu hið sama,
en um uppgötvun þeirra fór svo, að mönnum gat eigi
orðið ljóst, hverja þýðing hún hefði til gagnsemis og
1) Á Frakklandi heldur stjórnin tóbakssölu í einokun til
hagsmuna fyrir landssjóðinn, og selur tóbak alt í sölubúðum,
sem hún hefir undir umsjón sinni.