Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 21
93
að er mjög mikill munur á því, á hvaða tíma
lax gengur fyrst i ár. í sumar ár gengur hann fyr,
en í aðrar, sem nærri liggja, siðar. Sumir hafa álitið,
að lax mundi ganga fyr í ár, sem að fara um stöðu-
vötn, aðrir álíta, að það íari eptir lengd og vatns-
megni, hvorutveggja saman. En mest ástæða mun
samt vera, að telja það komið undir þvi, hve nær
nægileg hlýa er komin í fljótið og hentugt vatn.
þ>að er sagt, að laxinn á uppgöngu sinni í fljótin,
ef engin stygð kemur að honum, gangi í eins konar
fylkingu, tveir i röð, eins og eptir tveimur samvöxnum
hliðum á þríhyrningi, og sé þá fremstur gildasti fisk-
urinn, svo komi tveir á eptir faðmi aptar, og þannig
haldi þeir áfram með alla lestina á eptir sér, helzt
eptir miðjum straumi í ánni, nema hún sé því dýpri,
því þá fara þeir grynnra. Ef þeir komast ekki upp í
fljótið á sömu flæði, hverfa þeir aptur. Á leiðinni upp
hvíla þeir sig opt í pollum nokkra daga, svo sem tvo
eða þrjá. fegar þeir eru komnir í fljótið, halda þeir
ekki lengur saman eins og áður, en dreifa sér.
Sá lax, sem er í uppgöngu fyr á ári, er optast
vanur að dvelja lengur við ármynnið; en þeir, sem síð-
ar ganga, fara þá stundum upp i ána og svo niður apt-
ur, en jafnaðarlega eptir sjávarfalli. Um vor- og sum-
artímann fer hann hægra í uppgöngunni, en þegar á
líður; þá 'hraðar hann sér opt sem mest hann getur,
til þess að komast á hrygningarstaðinn, og þá klýfur
hann þrítugan hamarinn til þess að komast áfram.
Menn hafa orðið þess varir, að lax stekkur lóðrétta
hæð tólf fet eða meira, og nefnd, sem skipuð var í
enska parlamentinu, fékk jafnvel skýrslu um, að lax
hefði farið yfir þrjátygi feta fall, en stökkið út úr fall-
inu var samt sjaldan meira en 8‘—io fet, og má þetta
gegna furðu, þar sem fiskurinn hefir talsverðan þunga.
í>að er einkum í dálkinum eða myndun hryggjarlið-