Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 6
7«
neðan og frameptir við hliðarrákina, kviðurinn er dökk-
silfurleitur (salmo eriox).
Sem fiska, erávalt eru í vötnum og ám, mátelja:
Lækjarurriða ('salmo fario), bleikju og vatnasilung
('salmo levis, alpinus, ferox ?). f>essar tegundir munu
vera hér á landi, en fiskar þeir, er hér koma fyrir,
hafa hingað til ekki verið flokkaðir eptir vísindaleg-
um rannsóknum. Til þessa þarf fiskfróður maður að
ferðast um alt land, og heimfæra fiskana til sins rétta
flokks; en hjá laxkynjuðum fiskum er það mjög erfitt,
af því að tegundirnar eru mjög margvíslegar og með
svo mörgum afbrigðum, að fiskar sömu tegundar eru
með frábrugðnu útliti og vexti, svo að segja í hverri á.
J>að er og til fyrirstöðu nákvæmari flokkun á þessum
ýmislegu tegundum laxkynjaðra fiska, að nafngreining
þeirra hjá alþýðu er á mjög ýmsa vegu, opt mismun-
andi hjá mönnum í hverju bygðarlagi eður í ýmsum
héruðum. Fiskfræðingum þeim, er ritað hafa um ís-
lenzka fiska, ber og heldur ekki saman, hvorki með
hina íslenzku eða latnesku nafngreining þeirra. Hið
sama á sér stað erlendis, og telja vísindamenn þar nú
færri tegundir en áður, þar eð reynslan hefir sýnt þeim,
að menn hafa áður verið of örir á skiptingum. Eg
skal að eins taka fram, að þó að mjög margir hér á
landi kalli sjóbirting eða sjávarurriða bleikju, þá álít eg,
að menn helzt ekki eigi að við hafa þetta nafn um
aðra tegund en bleikju þá, sem er í vötnum, og sem
Englendingar kalla char. Hún er bæði í þúngvalla-
vatni, Úlfljótsvatni, Mývatni og sjálfsagt mörgum fleiri
stærri vötnum. Ef að menn vilja við hafa orðið bleikja
um sjógenginn urriða eða reiður, ættu menn að kalla
hann sjóbleikju, en hina vatnableikju. í þessari rit-
gjörð mun eg því að eins gjöra greinarmun milli þeirra
laxkynjuðu fiska, sem ganga í og úr sjó, og þeirra, er
dvelja að öllum jöfnuði í vötnum og ám. En allur