Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 102
«74
kom hann alls eigi út það árið, en hið 9. og síðasta
ár hans var gefið út ári siðar (1847), °g var efn« þess
að eins ófullkomið ágrip af æfi Jónasar og brot af
smáritum eptir hann.
fetta er í fám orðum lítið ágrip af sögu Fjölnis,
og þó að hann mætti mikilli mótspyrnu, og hefði við
kúgaðan, þvergirðingslegan og einstrengingslegan ald-
aranda að stríða, er hékk svo fast við hið gamla og
úrelta, og hafði engar gætur á kröfum tímans, þá
hafði hann ósegjanlega mikil áhrif á mál og menta-
stefnu um það leyti, og það svo, að óðar en hann var
hættur að koma út, fóru menn að sakna hans ogfinna
til þess, hve góður, gagnlegur og þjóðlegur hann hafði
verið. Með honuqj byrjar endurreisn íslenzkra bók-
menta; undirrótina má að sönnu finna, þar sem var
hið konunglega norræna fornfræðafelag, er gaf út forn-
sögurnar, og svo skólakennsla annara eins manna og
Sveinbjarnar Egilssonar, Dr. Schevings o. fi. En með
Fjölni nær fyrst fullri niðurstöðu tilfinning fyrir gildi
og ágæti íslenzkrar tungu, og áhugi á þvi, að sjá al-
mennum bókfræðum fyrir framförum. J>annig var
kominn á fót sú hugmynd, er vakað hafði fyrir Eggert
Olafssyni fyrir meir en 70 árum, og hafði loks fullan
árangur, þó að það biði nokkuð enn. Hugir manna
voru vaknaðir, og andlegt fjör og meðvitund um menta-
lif og þörf á almennri fræðslu, og í hjörtum allra betri
manna var vaknaður áhugi fyrir tungu vorri, þjóðleg-
um framförum og þjóðþrifum, nýglætt mentalíf og ó-
hlutdræg sannfæring um, að margt af því nýja og
haganlega væri betra en hið gamla og úrelta.
Ar 1841 byrjuðu aðkoma út í Höfn „Ný Félags-
riið, ritin af ýmsum íslendingum ytra, og fyigdu að
sumu leyti fram likri stefnu og Fjölnir, nema hvað
þau skiptu sjer meira af stjórnarmálum. í þeim voru
margar ágætar ritgjörðir um stjórnarhag vorn íslend-