Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Qupperneq 16
88
eða lengur. J>að væri fróðlegt að vita, hvað staðhæft
mætti verða um aldur þeirra með þessu móti, þar sem
þeir eru látnir i brunn.
Lækjasilungurinn, sem eg helzt hefi haft hér fyrir
augum, hrygnir í lækjum að öllum jafnaði, og sem
næst uppsprettum, en lýsingin má og að mestu einnig
eiga við vatnasilunginn (salmo ferox), og telja margir,
að hann hrygni i vötnum eingöngu, en það er mjög
vafasamt, hvort hann ekki líka, og það öllu fremur,
gangi í ár og læki til að hrygna.
Eptir reynslunni í Norvegi tekur silungur á degi
hverjum til sín af dýrafæðu svo sem samsvarar %00 af
því, er hann vegur. þetta hefir nægt fyrir fiska, sem
fóðraðir hafa verið í kvíum eða aðhaldi, og við það
hafa þeir vaxið fljótt og lagt til holda. Vatnasilungur
í Norvegi, sem hefir náð 20 marka þunga, tekurþann-
ig til sín af fæðu */5 merkur á degi eða um árið 73
merkur. Með þessari stærð og aldri leggur hann ekki
meira en helming þunga síns til holdanna eða 10
merkur, og ávalt minnkandi, eptir því sem hann eldist.
Fyrstu 3—4 ár í uppvextinum tvöfaldar hann þar á
móti þunga sinn á ári, t. a. in. ef hann þrévetur veg-
ur 3 merkur, þá tekur hann til sín á degi 0,03 merkur,
eða 3/ioo hluta úr mörk, til fæðu, en tvöfaldar hold sín
á ári þannig, að hann 4 vetra vegur 6 merkur, eins
og eg hefi áður sagt frá.
Eg ætla þar næst að fara nokkrum orðum um
vatnableikjuna, sem að er sá fiskur, sem að landar vorir
í stærri vötnum veiða svo mikið af sér til hagsmuna,
t. a. m. við þingvallavatn, Mývatn, Ulfljótsvatn, og víðar.
Sjálfsagt er og bleikjan í stærri veiðivötnum upp til
fjalla. Hún er í öllum hinum stærri vötnum hér á
landi mjög holdasöm og smekkgóð, og af því að veiði
hennar er arðsöm bæði sumar og vetur, ættu menn
að gefa gaum að öllum aðförum hennar og háttum.