Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 43
vetrarvikunum tálma sér frá því, að vera á vaðbergi
við lækinn, þangað til að honum loks kom til hugar,
að tilþrif silungsins með kviðnum við malarbotninn
mundu eigi vera eingöngu til þess að búa hrognunum
beð, heldur og líka til þess að hún með því yrði létt-
ari af hrognum sínum.
Remy hafði þá og tekið eptir þvi, að ef að menn
um gottímann taka silungshrygnu í hönd sér, þá læt-
ur hún hrognin, ef að lítið eitt er þrýst á kviðinn.
Hann reyndi þá til þess að fá fiskinn til að láta hrogn-
unum með því að strjúka hægt og opt niður eptir
kvið hans.
þetta fór nú alt eins og hann hafði ætlað, en svo
hafði hann líka tekið eptir því, að einnig svil-
fiskurinn nýr kviðnum við mölina til þess að láta svil-
unum. Hann fór þá með hann á sama hátt og hann
hafði farið með hrygnuna, og tókst það ágætlega.
þ>egar vatnið, sem hrognin voru í, varð mjólkurhvítt
við, að svilin féllu í það, og hrognin sjálf, sem áður
voru gagnsæ og með gulfagurrauðum lit, döknuðu og
urðu brúnleitari með litlum díl i miðjunni, þá varð fögn-
uður hans mikill. Hann leiddi grun að því,. að nú
væru hrognkornin frjóvguð, og hann kominn fyrir mestu
vandræðin.
Nú er hann hafði fundið þá list, að hann sjálfur
gæti látið hrognin frjóvgast, og ekki var annað eptir,
en veita lið til þess að fiskarnir gætu klakizt út, þá
sá hann, að til þessa þurfti ekki annað en að koma
hrognunum fyrir á þann hátt, að um þau færi á allan
sama hátt og í sjálfum læknum. þ>etta tókst honum
með fyrsta ekki sem skyldi, en eptir sem hann breytti
til á ýmsa vegu, fór alt vel, og hinn fátæki fiskimað-
ur, var að lokum með greind sinni og elju búinn að
koma því fram, sem hinir lærðu menn í mjög langan
tíma höfðu reynt að fá framgengt.