Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.04.1881, Blaðsíða 123
195
Jón prest Hjaltalín (1752—1835), rúmir 50 sálmar, og
Kristján Jóhannsson. Samt var bókinni mjög ábóta-
vant, og spunnust út af henni deilur nokkrar1, og voru
margir mjög óánægðir með hana, en þó var hún látin
duga, þar til loks var sett nefnd manna til að end-
urskoða hana og leiða hana í lög samkvæmt bréfi
kirkju- og kenslumálastjórnarinnar, dags. 25. apr. 18692 3 4,
og tók hún þá allmiklum umbótum, þó eigi væri svo,
sem til var ætlazt. (Nú er aptur verið að endurskoða
hana). Helztu sálmaskáld þessarar aldar eru, auk
þeirra, er áður hafa verið nefnd: Olafur Indriðason,
prestur að Kolfreyjustað (1796—1861), Benedikt fórð-
arsón, pr. að Selárdal (f. 1800), og Guðmundur prestur
Einarsson, er hafa orkt sálmasöfn. Auk þeirra eru og
prestaskólakennari Helgi Hálfdánarson (f. 1826), sira
Páll Jónsson að Viðvík og fleiri.— Lestrarbækur Stúrms
og síra Vigfúsar Jónssonar á Stöð í Stöðvarfirði (1711
—1761), og hússpostilla Vídalíns, voru jafnan lesnar, þar
til er ræður Arna stiptprófasts HelgasonaP komu út, og
voru þær þá lesnar jöfnum höndum með Vídalín. J>ær eru
fremur daufar, og meir heimspekilegur siðalærdómur.
en trúarlærdómur. Síðan hafa húslestrarbækur Peturs
biskups PcturssonaP að mestu rutt úr vegi hinum eldri
1) Sbr. Ljóðabók Jóns þorlákssonar II, xxxm—xxxiv.
2) Tíðindi um stjórnarmálefni Islands. II, 621.
3) Árni Helgason er fæddur 27.okt. 1777, útskr. úr Rvík-
urskóla 1799; sigldi til háskólans 1804, og lauk guðfræðis-
prófi 1807 með ágætiseinkunn, og vann gullmedalíu fyrir verð-
launarit í guðfræði 1808. 1811 varð hann prestur að Reyni-
völlum, 1814 dómkirkjuprestur, 1826 að Görðum á Álptanesi;
1828 varð hann stiptsprófastur; 1858 fékk hann lausn frá
embætti og biskupsnafnbót. Hann dó 14. des. 1869. (»Pré-
dikanir« hans komu út í Viðey 1823).
4) Pétur Pétnrsson er fæddur 3. okt. 1808, útskr. úr
Bessastaðaskóla 1827, og fór þá á háskólann, og lauk guð-
fræðisprófi 1834. 1836 varð hann prestur að Breiðabólstað
á Skógaströnd, 1837 að Helgafelli, 1838 að Staðastað, 1847