Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Qupperneq 13
13
við verki þessu, enn Jón Sigurðsson er þar eigi heldr
nefndr; enn að hann hafi safnað efninu bæði til fyrsta
og annars bindis, má ráða af því, er Wegener segir
í formálanum fyrir Scriptores rerum Danicarum, to-
mus nonus, vi. bls., að hann hafi forðum safnað efninu
í Regesta diplomatica historiæ Danicæ1.
IV. í þarfir hins norrœna Fornritafélags
(det nordiske Literatur-Samfund).
íslenzk fornk'vœði ved Svend Grundtvig og )on
Sigurðsson. Forste Hefte, Kh. 1854. 220 bls. 12.
Andet Hefte, Kh. 3858, 221.—372. bls. Tredje Hefte,
Kh. 1859. 216 bls.
Tvö fyrstu heftin áttu að gera eitt bindi, og átti
formáli fyrir þessu bindi að koma út, þá er öðru
bindi væri lokið; enn hann er enn eigi kominn. í
öðru bindi áttu að vera tvö hefti; enn af því kom að
eins hið fyrra út.
þ>essi fornkvæði eru sams konar, sem hinar
1) Ejusdem (0: Joannis Sigurdsonii) opera studioque olim
collecta erat materia pro Begestis dipl. hist. Dan. Hér virð-
ist mega nefna hlutdeild Jóns Sigurðssonar í samningunni á
9. bindi af Scriptores rerum Danicarum. þetta bindi kom
út í Kh. 1878 og er xii og 832 bls. 2. það er nafnaskrá yfir
öll hin bindin af þessu verki, 108 prentaðar arkir. Eftir því
sem Wegener segir á VI. bls. formálans hefir Jón Sigurðs-
son safnað nöfnum úr þremr fyrstu bindum af Script. rer.
Dan.; úr hinu fjórða 1.—335. og 588.—632. bls. og úr 5.
bindi 1. — 231. bls. eða nálega úr helmingi verksins; enn
seðlarnir allir vóru 120,000. þeir seðlar, sem Jón Sigurðs-
son hefði átt að gera, hafa því verið um 60,000. Tilbúningr
á öllum þessum seðlum fór fram á árunum 1864—1867. Hér
við ber þess að gæta, að Jón Sigurðsson vann eigi þetta verk
sjálfr, heldr fór það fram undir hans umsjón og gékk undir
hans nafni. Adjúnkt Benedict Gröndal gerði alla seðlana og
hreinskrifaði þá undir prentun, eftir því sem hann hefir sagt
mér sjálfr. Hór með lagfœrist það, sem eg sagði um þetta
7. desember 1881.