Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Qupperneq 33
33
ýmsum nöfnum ýmist leitað austur á bóginn, í Aust-
urveg, ýmist vestur á við aptur austan að. En—þá
gat ekki hjá því farið, jafnvel í ljósaskiptum sögunn-
ar, að fregnir og sagnir bærust hingað norður af
hinum víðförlu og víðfrægu frændum vorum. Gautur
var eitt af Oðins heitum og gotnar mannskenning, en
skyldleika gotneskunnar eða moesogotneskunnar við
norræna málið geta menn séð af biflíuútleggingu Ul-
fílasar, er lifði á 4. öld e. Kr.1. Að sögnin hafi verið
rík í hugum Norðmanna á 10. öld, má sjá af Norna-
gests þætti. Hjá Olafi konungi Tryggvasyni slær
Nornagestur á hörpu sína Gunnarsslag og Guðrúnar-
brögð hin fornu, og þótti mönnum mikil skemtun að.
Frá dögum Tacitusar2 og til þess Vesturveldi Róm-
verja leið undir lok, hvað þá síðar, fóru miklar sögur
af Gautum í Rómaborg, og annað hvort heyrði enginn
maður né sá hér á Norðurlöndum fram á 7. og 8. öld
e. Kr., ellegar margt hefir hingað borizt af Gautum
og afreksverkum þeirra, þó það kunni að hafa verið
í þoku sagnarinnar. (Sbr. einnig N. M. Petersen.
Danmarks Hist. í Hedenold I, bls. 1.—116.).
Norðmaðurinn R. Keyser efast um, að sá Atli,
sem Eddukvæðin minnast, sé Attíla Húnakonungur,
1) Sláandi vottur um skapsmuni Gauta er það, að Ul-
filas þorði ekki að þýða konganna bók á gotnesku, með því
þar ræðir um stríð og orustur, en honum þóttu landar sínir
nógu mikið gefnir fyrir bardaga, þó þeir fyndu ekki eptir-
dæmi í þá átt í heilagri ritningu.
2) Tac. Germ.: omnium harum gentium insigne rotunda,
scuta, breves gladii et erga reges obsequium. Að hollustan
við kongana hafi mikil verið, má bezt sjá af því, að þjóð-
rekur Austurgoti hinn mikli, Ítalíukongur, af hinni göfugu
Amala eða Amlunga ætt var 10. — Gibbon VII, XXXIX
segir 14.—maður frá þeim Amala, er rakti ætt sína til Asa
(Gauts).
Tímarit hins íslenzka bókmentafélags. III. 3