Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1882, Page 61
61
faðir hans var Gaudentius sá, er lengi hafði haft há
völd í Skytiu og síðar varð riddaraliðs-hershöfðingi.
Aetius var þegar barn að aldri skrifaður inn í varð-
mannalið keisarans, og var í gislingu fyrst hjá Alareki
(Vestur-Gautakonungi þeim, er vann Rómaborg) og síð-
ar hjá Húnum (Rúasi föðurbróður Atla). Náði hann
smámsaman efstu bæði hermanna- og embættistign við
hirðina, enda var hann til hvorstveggja hæfur. Aetius
var meðalmaður á hæð, en vel vaxinn, bæði mjúkur
og sterkur, reiðmaður, bogmaður og spjótmaður hinn
bezti. Hann þoldi manna bezt bæði sult og svefnleysi;
voru sál og líkami jafn þrautgóð. Var hann fullhugi
bæði í hættum og áreitingum, og var jafn erfitt að
undirstinga hann, eins og að fara í kringum hann og
hræða hann“. Hinar útlendu þjóðir, sem settust að í
vesturlöndum Rómaveldis, lærðu skjótt að meta þrek
og staðfestu Aétiusar. Kunni hann vel að sefa ofmetnað
þeirra, þjóna lund þeirra, nota hagsmuni þeirra hvers á
móti öðrum, og stilla kapp þeirra. Við Genserek Van-
dala konung gjörði hann samning, sem barg ítaliu undan
strandhöggum Vandala; Bretum hjálpaði hann, reisti
vald keisarans við á Frakklandi og á Spáni, sigraði
Franka og Sueva, og kúgaði þá til að gjörast Róm-
verjum gagnlegir bandamenn. Bæði af þakklátsemi
og hyggindum hafði Aétius haldið vinfengi við Húna.
Var hann Atla gagnkunnugur; skiptust þeir opt á
gjöfum og orðsendingum frá þeim tíma, er Aétius
varð að flýja undan reiði Placidiu drotningar í her-
búðir Atla, og hafði Carpilio sonur Aétiusar í gisling-
arskyni alizt upp með Atla. Sjálfur hafði hann í þjón-
ustu sinni herflokk af Húnum og Alönum til landvarn-
ar á Frakklandi eða Gallíu. Reyndar voru þeir erfið-
ir þegnar, og sér í lagi tvísýnt, hvernig gefast mundu, ef
við þjóðkonung sjálfra þeirra hefði verið um að eiga, en