Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 1
Æfisaga Garfields.
Eftir
Sigurð aðjúnkt Sigurðarson.
Til þess að geta skilið vel það, sem hér fer á
eftir, er það nauðsynlegt, að þekkja aðalatriðin í stjórn-
arskipun Bandaríkjanna, og skal því setja hér hið
helzta úr stjórnarskrá þeirra, eins og hún var samþykt
17. sept. 1787, sbr. sambandsskrána 15. nóv. 1777.
Aðalstjórn Bandaríkjanna í heild sinni er sam-
bands-þingið (The United States in Congress assembled,
eða styttra The Congress) og forsetinn með ráðgjöfum
sínum. Löggjafarþingið skiftist í 2 deildir, fulltrúa-
deild (house of representatives) og ráðherradeild (senate).
Velr hvert ríki eftir fólksfjölda til tekinn fjölda full-
trúa og tvo ráðherra, fulltrúana annaðhvort ár, enn
ráðherrana sjötta hvert ár. Fulltrúar mega eigi vera
yngri enn 25 ára, ráðherrar eigi yngri enn þrítugir;
skulu hvorirtveggja hafa verið í Bandaríkjunum tiltek-
inn árafjölda og eiga heima í þvi ríki, sem þeir eru
kosnir í. þungið er haldið á hverju ári, og sett i.
mánudag í desember. J>ingið hefir vald til að leggja á
skatta og tolla og heimta þá inn, taka fé að láni, semja
um verzlun við útlendar þjóðir, smíða peninga, sjá um
póstmál, efla listir og vísindi og stýra öllum hermál-
um; getr þingið samið lög um alt þetta, enn engin