Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 96
234
iðulega um góða fiskverkun, eins og áðr hefir verið
á vikið. Fiskrinn mátti hvorki frjósa né meltast, ekki
mátti hengja hann upp til þerris né hnakkafletja, heldr
skyldi jafnan kviðfletja og taka dálkinn úr þrem lið-
um fyrir neðan gotrauf, og er fiskrinn tók að þorna,
átti að hnakkakýla hann. þ>á tóku og kaupmenn
fiskinn blautan; enn sá galli var á því, að fiskrinn var
eigi tekinn eftir vigt fyr enn 1776, heldr eftir gild-
ingu, sem kallað var, sem að eins var álit þess, er við
fiskinum tók, hvort hann væri gildr þorskr, enn það er
nú kallaðr málsfiskr, og má geta nærri, að af slíkri
fiskitöku hefir einatt leitt ágreining, og að líkindum
ásælni við þann, er minni máttar var. Saltfiskrinn, er
héðan var fluttr á 17. öldinni og hinn fyrri part 18.
aldar, mun að öllum líkindum hafa verið fiskr sá, er
kaupmenn tóku blautan og verkuðu í salt. Skúli
Magnússon hóf fyrstr hérlendra manna að láta verka
saltfisk, og eftir það tók stjórnin, eins og getið hefir
verið að framan, að hvetja landsmenn á margan hátt,
til að læra og stunda saltfisksverkun, því að nú fór
mönnum að verða ljóst, að sú verkunaraðferð var
miklu betri, einkum sökum þess, að saltaðr var fiskr-
inn miklu síðr skemdum undirorpinn. Enn hér vóru
einokunarkaupmenn, eins og víðar, „f>rándr í Götu“.
Saltið var mjög dýrt. í kaupskránum 1684 og 1702
nam salttunnan 17 kr. ódýrust, og með því að salt-
fiskr var ekki verðlagðr fyr enn 1776, vildu kaupmenn
oft ekki taka hann eða þá gefa svo lítið fyrir hann,
að skaði var að salta, og fyrir því urðu tilraunir bæði
stjórnarinnar og einstakra manna, að kenna saltfisks-
verkun, að litlu liði, enn þó fer útfluttr saltfiskr að smá-
aukast eftir 1770. Harðfiskrinn var seldr í Kaup-
mannahöfn, suðr á þýzkaland og í Hollandi, enn eftir
að saltfiskr fór að verða verzlunarvara, tóku kaup-
menn að verzla með hann á Spáni i Bilbao og Barce-