Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 79
217
nærri, hvað útlendir fiskimenn muni virða hér lög og
rétt, er þeim ræðr svo við að horfa1.
Eigi verðr annað sagt með réttu, enn að stjórnin
hafi oft reynt til að vernda landsmenn fyrir yfirgangi
inna útlendu fiskara, bæði með því að senda herskip
til landsins til þess að hafa gát á þeim, og með því
að bera fram kærur landsmanna fyrir ensku og frönsku
stjórninni, enn svo hafa tímarnir breyzt síðan á 17. og
18. öldinni, að stjórnin danska hefir séð þann sinn hlut
beztan, að fara hœgt og gætilega í öllum kröfum gagn-
vart hinum útlendu fiskimönnum. Árið 1850 var for-
ingja á herskipi, er stjórnin sendi hingað, sagt svo
fyrir, að hann skyldi ekki halda fram gagnvart útlend-
um fiskimönnum 4 mílna fjarlægðar takmarkinu, eins
og gert var fyrrum, heldr að eins sjá til, að þeir
hömluðu ekki íslendingum né Dönum frá, að fiska
þar við landið, sem bezt væri til fiskjar. 1859 vildi
dómsmálastjórnin láta utanríkisstjórnina halda því fram,
að takmarkalína sú, sem útlendir fiskimenn mætti ekki
fara inn fyrir, væri ein sjómíla frá yztu eyjum og
töngum landsins, eins og ákveðið er í konungsúrskurði
22. febr. 1812. Á þetta vildu hvorki Frakkar né
Englendingar fallast, með því að lína sú væri fjær
landi, enn til væri tekið í hinum almenna þjóðarétti um
landhelgi á sjónum. Vildu Frakkar að eins viðrkenna
þá takmarkalínu, sem væri 3/4 mílu alstaðar frá strönd-
um landsins, og gerir það svo mikinn mun, að eftir
henni geta útlendingar fiskað inn á fiskimiðum lands-
manna á öllum hinum stœrri flóum landsins. Sama
ár (1859) sendi alþingi stjórninni bœnarskrá og bað
þess, að send væri nokkur smá herskip, sem væri á
ferð umhverfis landið, til að hafa gát á, að útlending-
ar fiskuðu ekki of nærri landinu, og að reynt væri
I) Tiðindi um stjórnarm. ísl. 2. b. 327—28, 365—66.