Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 95
233
að kostnaðrinn við net hvert sé árlega 20 kr., og mun
það eigi um of, þegar tekið er tillit til hinna miklu
og margvíslegu vanhalda við netin. Eftir þessum
reikningi verðr þá hmn árlegi kostnaðr 60 þúsundir
króna, en reikningr þessi er vitanlega áætlaðr, því að
skýrslur vantar tíl þess, að hann geti áreiðanlegr ver-
ið, enn það er vist, að kostnaðrinn er mjög mikill, og
að þau ár koma fyrir, að margir hafa skaðann einan
af netabrúkun sinni. Hvort netin hamli fiskigöngum
á grunn, eins og margir hafa ætlað fyrr og síðar,
skal ég láta ósagt; enn sú hygg ég sé reyndin, að hin
síðustu 20 til 30 ár mun fiskr eigi hafa gengið eins
alment á grunn við Faxaflóa um vetrarvertíð, eins og
áðr. þ>að virðist mjög œskilegt, að yfirvöldin léti ár-
lega safna skýrslum, bæði um netafjöldann og neta-
aflann, um fiskigönguna og um það, hver áhrif netin
virtist hafa á hana í hvert sinn, og er ekki ólík-
legt, að eftir nokkuð mörg ár mætti, ef slíkar skýrsl-
ur væri fyrir hendi, komast að áreiðanlegri niðrstöðu
um margt viðvíkjandi netanotkun, er menn greinir nú
á um, og að við það kynni að koma í ljós, að ein-
hverjar fleiri takmarkanir, enn nú eru, kynni að vera
bæði nauðsynlegar og tiltœkilegar. Mál þetta er mjög
mikilsvarðandi, og allar ákvarðanir, sem eigi eru á
ljósum rökum bygðar, eru mjög ísjárverðar1.
2.
Eins og áðr hefir verið drepið á, var nálega allr
fiskr, sem ekki var borðaðr nýr eða saltaðr blautr,
hertr hér á landi langt fram á 18. öld. Enn eftir að
verzlunin var seld á leigu hinum dönsku kaupmönn-
um, komu frá þeirra hálfu sifeldar aðfinningar við
fiskverkun landsmanna. Áminnti konungr íslendinga
1) ísaf. V, 4.