Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 44
182
sínar. Bjöm á Skarðsá getr þess um föður sinn, að
hann hafi lengi verið formaðr fyrir konungsskipi 1
Höfnum syðra; hafi þar þá oft verið 8 og 9 hundraða
hlutir, og oft jafnvel lestarhlutr (1400), og þegar þess
er gætt, að þá var talið í stórum hundruðum, hefir
aflinn mátt mjög mikill heita; þó komu fyrir fiskileys-
is ár; i bœnarskrá, sem íslendingar sendu með Ólafi
Bagga 1579 til Friðriks konungs annars, er mjög
kvartað yfir fiskileysi1.
4-
Á 16. öldinni byrjaði konungr að hafa hér sjáv-
arútveg. Tók útvegr hans við af útveg fjóðveija, og
vóru skip þau, er tekin vóru af Hansakaupmönnum
byrjun til útvegs þessa. f»á er Kristján skrifari, er
lét taka Jón biskup Arason af lífi, var drepinn (1557)
var hann að ráðstafa útvegi konungs á Suðrnesjum.
Til þess að eiga hœgra með útveginn, lét Friðrik II
Pál Stígsson taka margar sjávarjarðir í Gullbringusýslu
(1563) frá Skálholtsstað í skiftum fyrir aðrar jarðir í
Borgarfirði. Skip konungs vóru á 18. öldinni 29, nefni-
lega 15 í Gullbringusýslu og 14 í Vestmannaeyjum, enn
að líkindum hafa þau fyrst framan af verið fleiri; á
skipum þessum áttu landsetar konungs að róa; virðist
svo sem menn hafi verið alltregir til þessa, því að
1570 lét umboðsmaðr höfuðsmannsins dœma konungi
mannslán af hverri jörð í Gullbringusýslu, og var sá
dómr seinna staðfestr á alþingi. Var þessi konungs-
útvegr þeim mun verri landsmönnum, enn útvegr hinna
ensku og þýzku kaupmanna, að menn vóru skyldaðir
til að róa á honum, þar sem það áðr var frjálst og
hverjum einum í sjálfsvald sett, hvort hann vildi róa
fyrir hina útlendu menn eða eigi.
I) Esp. Árb, 3. þ. 7, 50, 94; 4. Í>. 19, 29.