Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 56
»94
niikill, enda vóru þær hafðar til margs annars enn físki-
veiða, og kaupmenn spiltu á margan hátt fram-
kvæmdum þeirra1.
Meðan þessar tilraunir Skúla, að bœta fiskiveið-
ar landsmanna, stóðu yfir, gaf Friðrik V. út lagaboð
(28. febr. 1758), sem miða átti til hins sama.
Segir konungr, að velferð íslendinga sé mjög
undir því komin, að sjór sé vel sóttr, ogfyrir þvl skip-
aði hann svo fyrir: að formaðr og hásetar skyldi á
vissum tíma vera komnir í skiprúm sitt, enn sæta að
öðrum kosti sektum, er vera skyldi að upphæð hvað
formanninn snerti 2 mörk fyrir 8 daga, 4 mörk fyrir
14 daga og einn ríkisdalr fyrir 3 vikur hverjar, er
hann kæmi of seint, enn hásetar skyldi gjalda hálfu
minna; að þá er formaðr hefði hvolft upp skipi og kall-
að háseta, skyldi hver sá háseti, er ekki reri, sekr 5
fiskum, ef fjórði partr manna reri úr því veri, er hann
væri í, enn sá er kæmi einni klukkustund seinna til
skips enn aðrir, eftir að formaðrinn hefði kallað háseta
sina, skyldi sekr 3 fiskum. Að háseti sá sem væri
latr við færi sitt, hlýddi ekki áminningum formanns
eða vildi neyða hann til að fara í land, skyldi sekr 2
fiskum. Að formenn hafi gætr á því, að hásetar hirði
vel hlut sinn og skinnklæði; enn sá háseti skyldi í
vertiðar lok sekr 2 mörkum, er hefði ílla verkaðan
fisk. Að enginn mætti án gildra orsaka og þó með
leyfi formanns fara úr skiprúmi sínu fyrir vertiðarlok.
J>ann er móti þessu bryti, skyldi sýslumaðr sekta eða
sjálfr hýða. Að formaðr sæi um, að skip og veiðar-
fœri væri i góðu standi, og skip svo sett og skorðað,
að því væri óhœtt fyrir sjó og vindi. Að þá er veðr
leyfði, skyldi sækja til djúpa á eigi minna skipi enn
fjögra manna fari, ogfyrir því skyldi hver sá, er ætti
1) Lovs. f. Isl. III, 98-109.