Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 23
orð hans með mestu virðingu, enn það er sjaldgæft á
slíkum fundum, er kepnin hefir œst menn fram úr
hófi. Sýndi þetta Ijóslega, hve mikillar virðingar hann
hafði aflað sér hjá öllum. Sást það nú, að þjóðveld-
ismenn gátu engum haldið fram til kosningar, er vin-
sælli væri enn hann. f>etta kom öllum í einu til hug-
ar ósjálfrátt. Hvaðanæfa bárust bréf, hraðboð og
blaðagreinir, og aistaðar var viðkvæðið: „Takið Gar-
field“. Fundarmenn hlýddu rödd almennings, meðfram
af því að þeir vóru orðnir leiðir á árangrslausum deil-
um og atkvæðagreiðslum. Hinum þremr var því slept,
og Garfield skömmu síðar valinn til forseta með mikl-
um atkvæðamun.
Hann tók eigi við forsetastörfum fyrr enn um
vorið 1881, og gat aldrei látið það sjást, hvernig for-
seti hann væri; því tálmaði hið viðbjóðslega tilræði, er
olli honum langvinnra veikinda og varð honum loksins
að bana. Eitt hið fyrsta, sem hann mælti fram með,
var það, að setja gerðarmenn til að skera úr deilum
þjóða á milli, enn gera það eigi með ófriði, og eitt
með fyrstu verkum hans var að fara þess á leit við
ríkin í Norðrálfu, að ganga í peningasamband við
Vestrheimsmenn, og gera sömu peninga gjaldgenga á
báðum stöðum, til þess að greiða fyrir verzlunarsam-
bandi milli beggja heimshlutanna. pó hann hefði
þótt nokkuð uppivöðslumikill 1 skóla, og þó hann hefði
sýnt af sér dugnað í hernaði, mælti hann þó nú fram
með friðinum einum; hann vildi að Bandaríkin fœri
eftir þessum orðum: „Sælir eru hógværir, því þeir
munu jarðríkið erfa“, og það vilja allir hygnir Vestr-
heimsmenn. Bandaríkin hafa engan her, nema rétt
til að halda við reglu á landamærunum, hér um bil
þrjátíu þúsundir manna (enn ibúar ríkisins eru 52 millí-
ónir), og er það þó ekki af þvi að þeir hafi ekki efni
á því, fult eins vel og flest riki í Norðrálfu, því að