Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 77
215
getr, stórt eða lítið. Enn íslendingar eru ekki einir
um fiskiveiðar sínar fremr nú enn áðr. Englendingar,
Frakkar og nú á síðustu árutn Færeyingar sœkja hing-
að árlega til þorskveiða á þilskipum ; enn Norðmenn
hafa um nokkur ár stundað síldarveiðar, einkum á
Austfjörðum og við Eyjaíjörð. Englendingar hafa
stöðvar sinar einkum fyrir norðan land og helzt 1 júlí
og ágústmánuði, enn Færeyingar eystra i Múlasýslum.
J>eir hafa á stundum komið með póstskipunum þangað
upp og stundað þar bátaveiði. Frakkar hafa hér mest-
ar fiskiveiðar og reka þær í kringum land alt; gera
þeir landsmönnum langmestan skaða, og það ekki að
eins að því leyti, að þeir fiska langmest sökum Qöld-
ans, heldr og af hinu, að af fiskiveiðum Frakka leiðir
það, að þar í landi er svo afarhár toilr á öllum þeim
fiski, sem fluttr er inn í landið á útlendum skipum og
aðrir hafa veitt enn frakkneskir sjómenn. Frakkneskir
fiskimenn gera því tvent í einu : þeir spilla að ætlun
allra sem til þekkja fyrir oss fiskiveiðunum, með því
að fiska hér, eigi að eins fyrir utan firði og flóa, heldr
og stundum upp á grynstu fiskimiðum, sigla síðan til
djúpa og slœgja þar fiskinn, enn fiskrinn sœkir þangað
af grunninu og legst við niðrburðinn; og þeir spilla
einnig fyrir oss sölu á fiski vorum, því að þeim í hag
er hinn hái tollr í Frakklandi á aðfluttum fiski.
Fyrst framan af þessari öld sóttu Frakkar eigi
mjög hingað. 1830—40 er svo talið, að hingað hafi
árlega komið um 88 fiskiskip með nær 1100 manna.
Síðan tóku fiskiskip Frakka óðum að fjölga. 1851—60
vóru þau að meðaltali 157 með 2340 mönnum. Árið
1862 eru þau talin 231 og skipverjar 3671. Árið 1876
vóru skipin 228. 1877 vóru þau 244, og árið 1878
vóru þau 231 með 4440 mönnum. Árin 1876 og 77
fengu Frakkar við ísland að meðaltali 76.882 skpd. af
saltfiski, sem seldist að ineðaltali á 6. millíón króna