Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 41
179
menn verið farnir að flytja sig i þurrabúðir við sjó,
og er ekki ólíklegt, að sjávarútvegr kaupmanna hafi
að nokkru leyti verið orsök í því. Enn þessar búð-
setur álitu landsmenn bæði þá og löngu eftir það
mjög skaðlegar fyrir landbúnaðinn, og því fyrir landið
yfir höfuð. pá er Diðrik frá Bramsteð var hirðstjóri
(! 533). vóru búðsetur bannaðar á ný á alþingi, og það
var fyrst á 17. öldinni, þegar örbirgð og ómenska
tók að fara í vöxt, enn áhugi á landbúnaði að minka,
að þaðvarleyft, að setjast að í þurrabúðum við sjóinn.
þá er Englendingar höfðu fengið fult leyfi til að
verzla og fiska hér við land — en það leyfi náði að
eins til fiskiveiða á þilskipum — hefði mátt ætla, að
bæði hefði þeir farið spaklegar enn áðr og hlýtt Pín-
ingsdómi, enn svo var þó eigi. Til er lögmanns úr-
skurðr (um 1500), að Englendingar skyldi gjalda 6
fiska afhverju hundraði, er þeir keypti eða skip drœgi,
hálft hart, enn hálft blautt, og virðist als eigi ólíklegt,
að hér sé meint til fiskiskipa, er þeir hafa haldið úti
hér við land. þ>eir ræntu og ástundum frá landsmönn-
um því, er þeir máttu við koma, og áttu í sífeldum
illdeilum við Hamborgar kaupmenn, sem þeir vildu
bægja frá verzlun og fiskiveiðum. Nálægt 1512 komu
þeir fjölmennir syðra, höfðu 1 frammi gripdeildir og ó-
spektir, og veittu að lokum umboðsmanni hirðstjóra
atför, og drápu hann og 12 menn aðra. Kom þá út
hinn nafnkunni sjóliðsforingi Sören Nordby til að
hnekkja yfirgangi þeirra, enda bar minna á honum
eftir enn áðr. f>ó var enskr kaupmaðr í Grindavík,
sem um 1532 rænti skreið mikilli frá Hamborgar-
mönnum, og gerði einnig á hluta hirðstjórans; veitti
hann þá Hamborgarmönnum lið og drápu þeir kaup-
manninn. Eigi hirtu Englendingar né Hansakaupmenn
um Piningsdóm, enn reyndu svo sem þeir máttu að ná
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. IV. 12