Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 85
223
1860, vetrarvertíð innfjarðar við Faxaflóa ein með hin-
um rýrari; í Höfnum allgóðr afli, 6—7 hundruð hæst;
aflinn rýr við Jökul og austan fjalls, nema í Horna-
firði; vorvertíð góð á Innnesjum.
1861, vetrarvertíð hin bágasta við Faxaflóa, 25—100
fiska hlutr, austan fjalls vertíð nokkru betri. Undir
Jökli var hæstr hlutr 350. J>á var fengið i^þúsund
króna lán handa bjargþrota fólki á Suðrlandi.
1862, góðr afli austan fjalls; í Höfnum hæstr hlutr 10
hundruð tólfræð, minst 7 hundruð; minni afli inn-
fjarðar við Faxaflóa.
1865, vetrarvertíð við Faxaflóa hin allra bágasta ; þá
fengu margir þar 5—10 fiska hlut. Hæstr hlutr í
Höfnum 3 hundruð.
1866, vetrarvertíð litlu eða engu betri enn árinu áðr;
huýðu engar vertíðir syðra komið jafnbágar síðan
1792. Vorvertíð mæta góð syðra og við ísafjörð, enn
lakari við Jökul; þá fékk einn maðr 9 hundruð til
hlutar á Innnesjum í 11 róðrum.
1867, afli i góðu meðallagi um vetrarvertíð syðra og
vestra, 200—250 meðalhlutr við Faxaflóa ; 5 hundr-
uð hæst í Höfnum.
1868, mishepnuðust svo fiskiveiðar á Suðrlandi og aust-
an fjalls, að fá varð korn að láni, enn kaupmenn er-
lendis söfnuðu gjöfum handa Sunnlendingum.
1869, fiskiafli i tæpu meðallagi með allri suðrströnd
landsins og inn á Faxaflóa, á vetrarvertíð 200 að
meðaltali; i Njarðvík, Keflavík og Garði 6 hundruð
hæst.
1870, vetrarvertíð góð, einkum austan fjalls, 8 hundraða
hlutir komnir í marzmánaðarlok í Grindavík. Vorver-
tið rýrari; haustafli góðr nyrðra, 16 hundruð hæst
við Eyjafjörð, 8 hundruð í Skagafirði og i^hundruð
við Steingrímsfjörð.
1871, vetrarvertíð i góðu meðallagi við Faxaflóa og