Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 128
266
pottum kúamjólkr. Reikni maðr ágfóða ærinnar :
ullina 2 kr., mjólkina 7 kr., lambið 4 kr. 50=13
kr. 50, þá má ágóðinn heita í betra lagi. — Van-
höldin eru ráðgerð fremr í minna lagi. Féð er
talið 140, og þar af er ætlazt til að 10 fari ýmis-
lega ; það er nálægt 7 af hundr.
4. Ég reikna hverja lagartunnu af jarðeplum á 8 kr.,
enn gulrófna tunnuna á 6 kr.; smáskorið gulrófna
kál er mikils virði móts við mél saman við skyr
og í súpur.
5. Ég ætlast til að vinnumaðrinn rói vetrarvertíðina,
enn bóndinn stundi þá búsmalann með smal-
anum.
6. —7. Hér geri ég bóndann og vinnumanninn í bezta
lagi að dugnaði og lagvirkni, að þeir skuli geta
gert af eigin rammleik þá húsabót, sem hér er
ráðgerð, og unnið að auki viku verk hjá öðr-
um.
8. Ef að heyaflinn væri reiknaðr til inngjalds, þá
yrði líka að reikna alt fóðr til útgjalds, og sá
reikningr yrði jafnaðarlega töluvert af handahófi.
Égsleppi þvi hvorutveggja, enn get pess um leið:
Ég ætla karlmanni og kvenmanni að fá yfir
sumarið af öllu heyi 140 hesta af meðal bandi, og
má það heita fremr f góðu lagi. Bóndanum veit-
ir eigi af að fá í garð handa peningnum af öllu
heyi 420 hesta, og verðr því að taka kaupamann
og kaupakonu að öllu. Sé ný hey reiknuð til
verðaura, þá mun eigi fjarri lagi að reikna töðu-
hestinn af góðu meðalbandi á 4 kr., og útheys-
hestinn á 2 kr. 66 ; verðr þá allr heyaflinn, sé tað-
an 100 hestar og útheyið 320 hestar, 1250 kr.
virði. Nú má búa til ýmsa reikninga þessu við-
víkjandi, eftir því sem hagar til á hverri jörðu,
bæði hvað hœgt er að afla heyja, hvað hirðing