Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 130
268
fá sér fénað á leigu, þar sem hann gæti, þyrfti
hann þess við. Sé stœrri þýðing lögð f kúgilda-
setninguna á jarðirnar, þá má gera landsdrottni
upp þessi orð. „Ég leigi þér jörðina fyrir þessa
landskuld, enn með þvf móti, að þú takir peninga
af mér á leigu með 16% vöxtum, þvi peningar
þeir, sem í kúgildum liggja, gefa þá leigu“. Oll-
um, sem hlut eiga að máli, er skaði að kúgilda-
fjölda á jörðum, nema landsdrottnum eínum, og
þó er þeim mikil hætta búin f harðindum eða þá
er fjárpestir ganga.
2. Gjald til almennra þarfa er sett eftir lauslegri á-
ætlun.
3. Vinnuhjúakaup set ég f betra lagi, því ég geri
fólkið fremr duglegt.
4. Ég ætla bóndanum að kaupa í minna lagi af fisk-
æti. því fiskr og feitmeti er einhver hin dýrasta
fœða í sveitabúi ; þó er mjög óþœgilegt að vera
fisklaus.
5. Bóndinn lætr sem minst vinna úr haustullinni, og
því síðr lætr hann hana í verzlun að haustinu.
Hann geymir hana þar til sumarið eftir, og leggr
hana þá inn. Til heimils þarfa leggr hann nœga
vorull, helzt öðruvísi enn hvíta, hvað dýr sem hún
er. Tólg og afrensluflot notar hann sem mest til
viðbits, enn hefir smér fyrir verzlunarvöru og til
útgjalda. Að ætla 200 pd. af matvöru á mann,
virðist f meira lagi, enn eigi mun af því veita þar
sem veitingar eru jafnar og mjólk og fiskr f minna
lagi. Til að vera nokkurn veginn byrgr. veitir
eigi af að hafa fyrir hvern mann um árið 700
potta mjólkr, 1 vætt fiska, 2 vættir kjöts, 200 pd.
matvöru og 15 pd. kaffi. Kaffið og sykrið er af
skornum skamti, eins og sjá má afþvf, að þar sem
eigi má gera ráð fyrir minna enn 20 kaffibollum