Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 55
«93
manna og vildi koma á fót bæði iðnaði innanlands,
betri fiskweiðum, og ýmsu öðru, er hann ætlaði að
koma mætti að gagni. Sendi hann þá (1751) konungi
Friðriki V., sem síðan lagði mikið fé í sölurnar til að
hjálpa landinu við, skýrslu um ástand þess og verk-
smiðjufélag það, er íslendingar höfðu þá í hyggju að
stofna. Segir Skúli, að íslendingar stundi nú miklu
miðr sjávarútveg enn til forna hafi verið;geti þeir nú
ekki sótt til fiskjar nema inst á fjörðum, enda sé
allr útvegr peirra slcemr-, þurfi þeir því að læra að
fiska á pilskipum, eins og aðrar þjóðir geri, svo sem
Hollendingar, fá stcerri opin skip og læra betr að nota
segl enn pá sé gert\ einnig þurfi íslendingar að kom-
ast upp á að salta fisk, svo að þeir geti geymt hann.
Ef þilskipaveiðar og þorskanet væri höfð, ætti fiskr
sá, er þannig væri veiddr, að vera undanskilinn kaup-
skrárverði, og ef ekki semdi um verðið við kaup-
menn, ætti að mega flytja fiskinn á fiskiskipunum til
Kaupmannahafnar og selja hann þar, og kaupa aftr
það, sem þyrfti til hinna fyrirhuguðu fiskiveiða og
verksmiðja.
Konungr tók vel þessum framfarahug lands-
manna, samþykti (4. jan. 1752) islenzkt hlutafélag, til
að koma á fót innlendum iðnaði og fiskiveiðum, og
stóð Skúli Magnússon fyrir félagi þessu. Lét konungr
félagið fá 2 þilskip auk mikils annars fjár og bauð
því að láta sjer hughaldið, að koma þvi til leiðar, að
íslendingar fengi betri skip og betriveiðarfœn og lærði
saltfisksverkun. Héldu nú fiskiskipin til landsins og
var með þeim maðr, er átti að kenna landsmönnum
betri skipasmiðar. Lét nú félagið smíða skip, sem
bæði höfðu betri seglbúnað, og þóttu yfir höfuð betri
enn hin íslenzku, enn mjög lítið virðast skipasmiðar
þessar hafa dreifzt út um landið. Fiskiduggunum
var haldið úti 12—14 ár, og varð á þeim skaði all-