Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 19
* 57
á. f>að var í rauninni hann, sem lagði á ráðin um
Tullahoma ferðina, enn um þá ferð segir Whitelaw
Reid í bók sinni um styrjöld þessa, að hún hafi verið
ágætlega huguð í fyrstu og meistaralega framkvæmd.
í hinni hörðu og tvísýnu orustu við Chickamauga var
það snarræði og hreysti Garfields sjálfs að þakka, að
her Noróanmanna varð borgið, því að hefði hann eigi
hjálpað, þá hefði Thomas beðið þar algerðan ósigr, og
varðist hann þó drengilega. f»ar var skotinn hestr
undir Garfield, enn þó tókst honum í versta kúluregn-
inu að setja upp skotvirki og tálma þvi, að óvinirnir
umkringdi liðið. þetta var seinasta afreksverkið hans
í ófriði.
Um þetta leyti hafði hann verið kosinn i Ohíó
til að vera fulltrúi þess ríkis á hinu 38. sambandsþingi,
er setja skyldi í desember 1863. Nú vildi svo til, að
hann fór til Lincolns forseta, til að skýra honum frá
högum Cumberlands og hers hans. Bað Lincoln hann
þá að setjast í sæti það, er honum var ætlað á þing-
inu, „þvf að vér þurfum“, sagði hann, „að hafa þar
mann, sem sjálfr hefir séð styrjöldina og tekið þátt í
henni, og sem getr sýnt þinginu fram á þarfir hersins
og hvað fram þurfi að leggja til þess, að vort mál beri
hærra hluta fyrir fult og alt“. Honum var það all-
nauðugt að gegna áskorun forseta, þvf að Thomas
hershöfðingi vildi að hann væri hjá sér og ætlaði að
fela honum yfirstjórn heillar herdeildar. Einkum sá
hann eftir að missa sjónar á 42. sveitinni sinni, sem
týnt hafði tölunni fyrir skotum óvinanna, og á merki
sfnu, er alt var götótt orðið af kúluskotum. Enn er
herinn tók í sama strenginn og Lincoln, lét hann und-
an, og tók sér setu á þingi sem fulltrúi Óhíóríkis, og
i því sæti sat hann þangað til hann fœrði sig upp i
forsetastólinn.
J>að er almenningsálit, að Garfield hafi reynzt