Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 78
216
eða rúmar 70 kr. skpd. hvert, heim komið til Frakk-
lands, og er þetta þrem til fjórum sinnuin meira enn
flutt var að meðaltali frá íslandi af fiski á árunum
1873—75, og þá er við þetta bœtist allr afli Englend-
inga og Færeyinga og sildarveiði Norðmanna, sem
1880 er talin hafa numið 2 millíónum króna að
verðhæð, þá má sjá, að sjórinn í kring um ísland er
útlendingum allgóð féþúfa1.
Mjög oft hafa íslendingar, einkum síðan 1850,
kvartað bæði við stjórnina og alþingi yfir óskunda
þeim, er hinir ensku og frakknesku fiskimenn gerðu,
bæði með því að fiska inn á fjörðum upp á fiskimið-
um landsmanna og skemma veiðarfœri, stela fé og
ræna eggver. Enn þó það hafi á stundum komið f
ljós, að kvartanir þessar hafa ekki að öllu verið á
rökum bygðar, þá er það þó víst, að landsmenn líða
mikinn hnekki á atvinnu sinni af komu þessara manna,
og að útlendingar þessir, ekki að eins á fiskiskipun-
um, heldr og jafnvel stundum á herskipunum, er
koma frá Frakklandi, til að hafa eftirlit með fiski-
skipunum. sýna það, að þeir vita, að þeir eiga heima
hjá stórri þjóð og voldugri, enn að Danmörk er lítið
riki. J>að mundi verða of langt mál, að telja hér upp
hina ýmsu óknytti, er hinir ensku og frakknesku fiski-
menn hafa haft í frammi hér við land, enn ég skal að
eins minnast á þær aðfarir, að le Griel, foringi fyrir
herskipinu 1’Expéditive, lét (1862), í stað þess að snúa
sér til hlutaðeigandi yfirvalda, taka burt muni frá eig-
endum án dóms og laga, er þeir höfðu keypt á reglu-
legu uppboðsþingi af frakknesku skipi, er strandað
hafði í Norðfirði, af þeirri ástœðu, að skipstjórinn
kvaðst ekki hafa viljað láta selja skipið; og fyrst
frakkneskr herskipsforingi leyfir sér þetta, má geta
I) f>jóðólfr 15. ár 134 - 36.