Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 102
24°
að hann komi til vor inn á firði, og ef það bregzt,
sitja auðum höndum alslausir.
Enn hvernig er nú sjávarútvegi vorum háttað
gagnvart landbúnaðinum? 1870 vóru á landinu 18,364
karlmenn 16—60 ára, enn það er sá aldr, er menn venju-
lega fást á við útistörf og sjómensku. Ef menn nú
gera ráð fyrir, að 8500 manns sœki sjó, sem sjálfsagt
má að vorinu til, þá eru eftir 9,864 karlmenn, sem eru
á þeim aldri, að þeir eru vinnufœrir. Enn frá þessari
tölu má draga alla blinda og bagaða menn, embættis.
menn, kaupmenn og flesta handverksmenn, því að
fæstir af þessum mönnum munu vinna til dráttar að
búsýslu. Hinir, sem eftir eru, eiga nú að vorinu að
hirða pening og gera voryrkjur, og má þá geta nærri,
að vinnukraftar til jarðyrkju geta ekki verið miklir.
í því fyrirkomulagi, að sömu mennirnir einnig stunda
bæði sjávarafla og landbúnað, hygg ég það liggi að
nokkru leyti, hversu stutt menn eru á veg komnir i
hvorutveggja, og vil ég nú hreifa fáeinum athuga-
semdum, er mér virðast geta miðað til þess, að fiski-
veiðarnar taki framförum.
1. Stunda ætti menn að aðgreina sem mest atvinnu-
vegina, landbúnaðinn og sjávaraflann, þannig að
sömu mennirnir fengist sem minst við hvorttveggja í
sameiningu, heldr stunduðu sumir sem mest ein-
göngu sjávarútveg, aðrir landbúnað. Vetrarvertíð
er sá eini timi, er sveitamönnum, sem eigi hafa
pening að hirða, er skaðlaust að fara til sjávar. Að
hinn sami maðr stundi hvorttveggja, hlýtr að veikja
áhuga hans á hvoru fyrir sig, og hamla honum
frá að ná þeirri þekkingu og fullkomnun í hvoru-
tveggja, sem nauðsynleg er til þess, að. stunda at-
vinnu sina með dugnaði og fyrirhyggju.
2. Hásetsr, að minsta kosti úr sveit, ætti helzt að
ráða sig upp á fœði og kaup, enn ekki upp á hlut.
i