Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1883, Blaðsíða 65
203
vildi, tekið sér snið eftir því. Rentukammerið ritaði
amtmanninum fyrir norðan (1784), og taldi mjög nauð-
synlegt, að menn kæmist þar alment upp á, að verka
saltfisk, og að það hefði verið sagt, að þar mætti nota
Sunnmæraskipin t. d. á Skaga, enn bezt mundi þó fall-
ið, ef lagið á Sunnmæraskipunum og hinum islenzku
yrði sameinað; enn því miðr höfðu allar þessar fram-
kvæmdir lítinn árangr1.
Rétt áðr enn þetta gerðist, höfðu þeir stiftamt-
maðr Thodal, Ólafr Stephensen amtmaðr og Jakobsen
kaupmaðr keypt þilskip 35 lesta stórt, og var nefnt
„Örnin islenzka“; ætluðu þeir að halda þvi hér til
fiskiveiða, og vóru hásetar allir islenzkir, enn formaðr
norskr ; enn þetta þótti koma i bága við réttindi ein-
okunarinnar, og varð því lítið eða ekkert úr fram-
kvæmdum, enn skipið fúnaði að lokum i Hafnarfirði.og
er þetta enn eitt dœmi, hvernig einokunin drap niðr
allar framfaratilraunir og manndáð, enn sem betr fór,
var nú veldi hennar á förum.
Árið 1786 var verzlunin látin laus hér á landi við
alla þegna Danakonungs. Var þá öllum innanríkis-
mönnum leyft að fiska hér bæði á þilskipum innlend-
um og opnum skipum og verka fisk sinn á landi; þó
með leyfi þess, er lóðina ætti. J>á skyldu og allir
landsmenn mega eiga skip og stunda fiskivciðar, hvar
sem þeir vildi og þeir gæti fengið uppsátr. Enn ef
menn gæti eigi fengið uppsátr né húsnæði, skyldi
heimilt að liggja í tjöldum við sjó, þar sem lent yrði,
bera þar aflann á land og þurka fiskinn ókeypis til
12. maí ár hvert. Býðr konungr sýslumönnum, að
hvetja sjávarfólk til sparsemi og prifnaðar, og sjá um.
að í öllum veiðistöðum séu góð vatnsból. þat sem þau
vanti, áttu hreppstjórar að láta sjómenn búa þau til.
I) Ol. Olavius, Reise i lsl. Forbered. CXXV-CXXVII.